Þann 24. nóvember 2018 handsalaði Hlynur kaup á lazer K40 við Kimmo. Nú, ári síðar, 24. viðunóvember 2019 handsalaði Hlynur sölu á lazer við Benjamín hjá Lupus Luna. Hann sóttur og fluttur í Eyjafjörð í dag. Lupus Luna Hlynur hafði lítinn tíma fyrir leiktækið sitt. Svo lítinn að hann taldi réttara að eihnver sem væri áhugsamur, hefði tíma og aðstöðu ætti hann frekar og nýtti. Hann telur að handverksfyrirtækið Lupus Luna muni nýta hann að góðu. Viðurkenningar og verðlaun Þau fáu skipti sem Hlynur tók til hendinni var þegar hann vann heiðurs-viðurkenningar fyrir Samband garðyrkjubænda og verðlaun fyrir Embla-matvinnsluhátíð Bændasamtakanna. Hlynur gaf einnig fyrrum eiganda, Kimmo, leyfi til að vinna á honum í júlímánuði og félagar hans hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Heiðmörk höfðu ennig afnot af honum. Þeir nýttu hann lítið, en þó stundum í skiltavinnslu. Tími og rúm Eins og fyrr segir gafst lítill tími til að opperata lazerinn. Fer ekki nánar út í það. Einnig hveðri verið lúxus að geta haft hann nær heimilinu þar sem lazerskurður er mjög tímafrekur. Aðstaðn uppi í Heiðmörk var meiriháttar og ekkert yfir því að kvarta. Þekkir eiga þeir skildar fyrir að húsa lazerinn. 365 dagar Það er skemmtileg tilviljun að nákvæmlega eitt ár var á milli kaupa og sölu á lazer. Vonandi nýtist hann vel í Bílskúrnum á Víðigerði 2. Þar er nú fjölskylda að störfum, stutt í aðstöðu og væntanlega spennandi tímar. Gangi öllum vel. Hlynur handsalar söluna við Benna 24.nóvember 2019, kl 14:00 Hlynur handsalar kaupin við Kimmo 24.nóvember 2018, kl 13:30 Þau helstu verk sem Hlynur komst í að gera. Hönnun og smíði úr heimabyggð, Lupus Luna, n ![]() Hornið er hálf tómlegt núna.
0 Comments
TOYOTA LAND CRUISER 90 GX
ÁRGERÐ 2002 Ekinn 285.000 km Sjálfskiptur Disel Fjórhjóladrif Tauáklæði Dráttarkrókur 8 manna Reyklaust ökutæki Smurbók fylgir 3 lyklar (2 með fjarlæsingu) Grindin er góð eftir aldri Dekk eru ársgömul, heils árs dekk. Næsta skoðun 2020 Bílinn er í toppstandi og hefur fengið reglulegt, viðeigandi viðhald https://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_Land_Cruiser_Prado Ásett verð er 790.000 kr. Nánari upplýsingar veitir Hlynur. sími: 7751070 netfang: kvikland@gmail.com Það var verið að fella "oslótréð" í gær (24.11.2018) í Heiðmörk. Einnig festu Kvikland kaup á "kimmo", lazer brennari. Sævar Hreiðarsson var vitni að viðskiptunum. Ætlunin er að vinna náið með skógarfyrirtækjunum Hraundís.is og Lupus Luna í kjölfarið. Áhugaverðir tímar framundan.
Oddsstaðir 2 eru innarlega í Lundareykjadal. Þar er um 1/2 hektari af skógi sem var girtur af um 1930. Þá var sáð birki í hann. Um 1960 var gróðursett fura og greni aukalega í hann. Eitt inngrip (svo heitir getur) í skóginn var 2005 og háður þeir Siggi Freyr og Guðmundur Sig það stríð. Síðan hefur verið útbúið grillstæði og uppkvistað meira og minna allt. Um helgina (27.-28.apríl), fékk Guðmundur mig til að líta með sér í reitinn og sýsluðum við svolítið seinnipartinn af föstudeginum og fyrri partinn af laugardeginum. Einnig smíðuðum við nettan legubekk fyrir gesti og ekki síður þreytta verkmenn í grisjun. Neðan við hús snyrtum við léttlega eldgömul reynitré. Gríðarlega góð gestrisni og húsið alveg að verða full klárað. Guðmundur á hrós skilið fyrir allt sem hann er að gera á Oddssötöðum 2. Takk fyrir mig, Guðmundur. Laugardaginn 14.apríl 2018 var haldið námskeið í ungskógaumhirðu á Hvanneyri af frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. LBHI hélt utan um námskeiðið og var Hlynur Gauti Sigurðsson fyrirlesari með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi. Frá árinu 2010-2017 höfðu þau Hlynur og Sherry Curl haldið samskonar námskeið á Fljótsdalshéraði, alls 7 skipti. Þetta áttunda skipti var því í fyrsta skipti sem það er haldin utan Austurlandsfjórðungs. Námskeiðið miðaði aðallega að umhirðu á lerki og furu.
Morguninn fór fram innandyra í formi fyrirlestra um millibilsjöfnun (bilun/snemmgrisjun) og trjásnyrtingu (tvítoppaklipping, snyrting og uppkvistun). Eftir hádegið var farið í Steindórsstaði í Reykholtsdal þar sem húsráðandinn, Guðfinna Guðnadóttir, tók á móti okkur. Á Steindórsstöðum mátti finna ýmsar skógargerðir og fengu þáttakendur að meta skóg og sjá hvernig millibilsjöfnun fer fram. Trjásnyrtingum voru einnig gerð skil og skeggrætt mikið um ýmsar úrfærslur. Um kaffileytið var brunað sem leið lág í Logaland og hittum þar á Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi og heimamann, en hún hellti upp á ketilkaffi og furunálate. Tekinn var stuttur göngutúr um svæðið þar sem danskur skóg-listamaður, Johan Grønlund, hafði unnið við gerð skúlptúra víðs vegar um svæðið. Námskeiðið endaði á nágrannajörðunum í Deildartungu og Gróf en þar voru tveir ólíkir lerkireitir millibilsjafnaðir tveimur árum áður. Þátttakendur á námskeiðinu voru 9 Bergþóra Jónsdóttir, Hrútsstöðum í Laxárdal Guðmundur Sigurðsson, Oddsstöðum í Lundareykjadal Benedikt Eyjólfsson, Búðardal á Skarðsströnd Margrét Beta Gunnarsdóttir, Búðardal á Skarðsstönd Jón Zimsen, Innra Leiti Skógarströnd Knútur Dúi Kristján Zimsen Innra Leiti Skógarströnd Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi Guðmundur Rúnar Vífilsson, Ferstiklu í Hvalfirði Margrét Stefánsdóttir, Ferstiklu í Hvalfirði https://www.skogarbondi.is/single-post/2018/04/20/Fallega-vaxa-ungsk%C3%B3gar Þetta er smá sýnishorn af fyrirlestri sem ég er að reyna koma frá mér. 1) ástand Íslands, gróðursnautt 2) skjólbelti, næsta skref, fyrir túnin 3) slóðir og girðingar, til að koma upp samningi í skógrækt 4) girðingin FYLLT af trjám, einsleitum trjám 5) frímerki 6) kannski mætti blanda reitinn með lauftrjám 7) ef ekki þyrfti til girðingar mætti hugsa sér landnýtingu öðruvísi 8) ekki þyrfti að leggja hvern hektara undir skóg, heldur myndast fjölbreytt landslag 9) fé mætti hafa afgirt, eða laust innan í skóginum 10) flott fyrir alls konar útivist líka Skógur er ALLTAF betra en ekki skógur. Skógur er vistkerfi og ÞARF ekki að vera drekkfullt af trjám. Nýtt ár er komið og Kvikland þakkar allt gamalt frá fyrra ári.
Nú hefur Hlynur farið enn á ný nýjar leiðir. Framkvæmdasjóti LSE í 80% starfi og í kynningarmálum Skógaræktarinnar í hinum 20%. Spennandi starf framundan. Sjá betur á heimaíðu. skogarbondi.is Framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE)Á nýju ári tók Hlynur við stóðu Framkvæmdasjóra LSE af góðri vinknu, Hrönn Guðmundsdóttur. Hrönn mun setja hann beuur inn í stöðuna framan af ári og það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur.
hlynur@skogarbondi.is er því nýja netfangið sem hann notar í nýju vinnunni sinni. Einnig verður hann að gera kynningarefni fyrir Skógræktina. Dagverðarnes í Skorradal er verkefni næstu vikna. SUNNUDAGAUR 17.september kl 14:00. Heiðrún og Jóhannes (Jói) tóku á móti og mörgum puktum var velt upp. Ágúst kom við um 17 leytið ásamt Tryggva verktaka en hann mun færa til jarðefni. ÞRI 26.9 Kom kl 18:00 og var í banastuði. Gekk smá berserksgang neðantil eins og fyrri daga. Leit svo upp fyrir hús og sagaði smá víði sem ég svo dróg út á tún fyrir hestana (líka það að ég var ekki viss hvað ég ætlaði að gera við afsagið). Auk þess flaug ég létt með dron í upphafi, enda fallegt veður. MÁN 2.okt 2017 kl 17-19 Náði tveimur tönkum eða svo. Þrennt ber að nefna. 1. Búið er að slétta planið við pallinn, gott mál. 2. Ég hóf að fella við túnhliðið/bílastæðið. Þar eru stærri tré og þyngri, fleiri greinar og lækur. Ég vil helst ekki vinna þarna í frosti með klakabrynju í og við lækinn. 3. Mér brá heldur betur þegar ég felldi ösp í átt að húsinu. Ég sá fyrir mér að tréð félli ekki á húsið og til að vera öruggur tók ég felliskurð frekar hátt upp í tréð. Ég felldi, sá ekkert athugavert þaðan sem ég stóð. Allt virtist hafa gengið sem skildi, en... þegar ég var að kvista tréð sá ég að þakrennan var skökk akkurat í felliátt við tréð. Við nánari skoðun sá ég að tréð hefði ekki geta fallið á hana, trjátoppurinn var um tvo metra frá húsinu. Ég furðaði mig á þessu svolitla stund. Þegra heim var komið skoðaði ég gamlar myndir sem ég hafði tekið og þá andaði ég léttar. Þetta hafði verið svona allan tíman, hjúkk. Leiðinilegt samt að hún skuli vera bogin. MIÐ 4.okt kl 16-19 Gekk vel, 3 tankar. Helst að ilmolíufræðingurinn Hraundis sýndi áhuga á að fá að nota barr/greinar fallina grenitrjáa. Það er örughlega bara vinsælt, en best að spyrja samt. Dísa var með í dag en henni leiðast keðjusagaóhljóð og grenigreinar í feldinum. MIÐ 11.okt 16-19 3 tankar. Tímamót, 5 l af bensíni búið (bensíntankurinn) og 2 l af Repjuolíu búið. Nú þarf að kaupa meira. Gekk vel, kominn í furu sem er krækklót eftir því. Bekkur er í smíðum. Myndskeiðið hér neðar er einmitt tré sem verður annar fóturinn undir bekkinn.
FIM 9.11 16-18 1 tankur Snjór. Þegar ég kom voru hestarnir komnir út úr gigðingunni, eða öllu heldur, yfir girðinguna sem hafði lagst útaf af snjóþunga. Ég bakkaði því bílnum í skjól og hóf sögn. Mikið rosalega rökkvar snemma. En það gekk samt vel, í fyrsta skipti lenti ég tvisvar í hangandi tré. Varð þú ekki vesen. Ágúst kom við rökkur og lokkaði hestana inn í hólfið aftur. Eins og í sögu. Fös 10.11 2 tankar og bensínbrúsi nr 2 tómur Annar bekkur kominn upp. Myrkraverk, skemmdarverk og furðuverk. Næstum tilbúinn. MÁN 20.11 kl 15-17 2 tankar Fínn dagur, nokkur tré niður, ekkert áhugavert að öðru leiti. BrÞRI 21.11 kl 15-17 1 tankur Svakalegt svekkelsi. Þegar ég kom var ég í góðu stuði, nýbúinn að hlægja UPPHÁTT af tveimur bröndurum á Bylgjunni. Ég var kominn frekar snemma og það var vel bjart, reyndar var veðrið eitthvað að gera sig líklegt. Í góðum gír geng ég til skógar, saga nokkur tré og allt gengur vel, þannig séð. Fyrst tankurinn er búinn og enn bara nokkuð bjart og ég án þess að hika ætla ég að fylla á annan tank... tjón. Olíutankurinn var opinn og tappinn hvergi sjáanlegur (sem skýrir hver vegna mér fannst sögin vera með lítið bit. Ég ætla ekki að saga án keðjuolíu, það bara má ekki. Ég hef sossum lent í þessu áður, þá í Skriðdal á Héraði fyrir um 7 árum. Þá, líkt og nú hætti ég að saga og hafði ekkert annað að gera en að leita tappans, liggjandi innan um greinar grenisins. Ég færði til greinar og tók til léttlega meðan ég skimaðu tappans. Hvernig væri að hanna keðjusög með íhluti í skærum litum. Eftir smá stund var mér farið að kólna (þrátt fyrir góðan klæðnað) og ég gafst upp á að leita að svörtum tappa í skógarbotni fullum af greinum. Nú hef ég tínt saxi (á fyrsta degi, það er undir aspagreinahrúgunni við bílastæðið). Þá skemmdist loftlekatappinn fyrir keðjuolíuna á brúsanum og nú tappinn á söginn tíndur. Þá er bara að vona að þeir eigi svona tappa í Garðheimum. Ekki verður sagað meir þessa viku. Brandararnir á Byogjunni voru þessir, Blaðafyrirsagnir: Bændur elta rollur á fjórhjóli Leoncie reið erlendum fréttamönnum. MÁN 27.11.2017 kl 15-17 2 taknar Kominn með nýjann tappa í sögina. Keypti reyndar nýtt sax líka, en notaði það sama og ekkert. Gekk vel en það var Ískalt. Ég klæddi mig fremur illa og var að krókna undir lokin. Svolítið bras með tvístofna, væntanlega mikið álagssvæði. Næstu skref, hugmyndir: - Ég sé fyrir mér að tvo tanka þurfi til að klára grenið í horninu færst húsinu. 2T - Furan það niður með er krækkjótt og frekar ljót, er að hugsa um að láta hana eiga sig. Kannski rétt að narta lítillega. 1T - Blandið í túnhorninu ætti ekki að fella of mikið úr heldur, en gott er kannski að spandera smá tíma í minniháttar tiltekt. max 5T Samtals 8 áætlaðir tankar, eða um 4 dagar (miðað við 2 tanka á dag) Hugmynd. Við bíslagið (í horninu sem sérst á myndinni) mætti gera rekka fyrir eldivið á auðveldan hátt. Aðgengilegt í þokkabót, bæði til að sækja og fylla (þar sem efnið er innan seilingar). Ég sé fyrir mér tvöfalt hólf (framan og aftan) þar sem bolirnir eru um 25 cm langir (fer eftir kamínunni). ÞRI 28.11.2017 kl 15:00-17 2,5 tankar Ég var að vinna með Skógrætinni í Skorradal í dag og var búinn mun fyrr en ég þorði að vona. Berserksdagurinn. Ég lagði hart að mér að vinna hratt og með djöfulgangi í dag. . Verkið var held ég ekkert verr unnið, en ég koms yfir meira en ég þorði að vona... enda klukkan vel gengin á sex þegar ég varð að stoppa vegna myrkurs. Líklega má sjá djöfulganginn á mér í furunni, en ég leyfði mér það, ég var í furunni, ekki greninu. Grenið: ég sá á greninu (uppi í horninu fjær) að mikið hafði mætt á þeim. Ég skildi því eftir ögn þéttara en það var samt ekkert auðveldara í sjálfu sér. Greinar og margstofna tré sáu til þess. Furan: Flestar þessara trjáa hafa fengið að kenna á því í gegnum tíðina. Ég felldi því ekki marga stofna, tók frekar stórar greinar svo þetta væri ögn aðgengilegra. Auk þess að líkelga er auðveldara að taka girðinguna, eða greinarnar sem voru inn á milli mörkvanna frá núna. Blandaða svæði við túnið: Það er eitthvað sem segir mér að ég skuli bara skilja það eftir eins og það er, amk að sinni. Nú er búið að opna töluvert undir reitinn og viðbúið að meira blási í gegnum hann í vetur. Hann er þó enn það þéttur að hann virkar sem skjól. Nú er hann fallegur, aðgengilegur og greinar og smærri tré hafa verið söxuð í skógarbotninn og mögulega gönguleið sléttuð með þeim (amk í grenihlutanum. Næstu skref er að fá viðbrögð eigenda. mantekt Sögunin - Rétt tæplega 3 bensíntankar fóru í þetta eða um 15 l af blönduðu bensíni - Líklega 5-8 lítrar af repju-matarolíu (keðjuolía), veit ekki alveg. - einn olíltappi er einhversstaðar undir greinum. - smávægileg keðjuóhöpp, engin alvarleg. - Ett sax á kafi í greinum, (nýtist vonandi eigendum þegar þeir finna það). Efniviður - Tveir rómantískir setubekkir - Tveir ógreinilegir glasastandar (ef þeir halla ekki of mikið) - Slatti af efni sem vert er að draga út. Má nota þær lengstu í sperrur eða girðingarstaura. + - Annar efniviður er tilvalinn í eldivið. Nú þarf bara að saga í lengd (eftir kamínu) og kljúfa - Eldiviðarskýli væri tilvalið við býslag, þar sem efnið er það rétt hjá. Tímar tjahh. .Þá er verkinu lokið, reikningur komin ná áfangastað og verkkaupar ánægðir búnir að taka út vekrið. Hlynur tók verkið líka og hér eru nokkur orð. Reikningurinn er niðri í kjallara ásamt brúsunum af þeirri sagkeðjuolíu sem fór í verkið.
- Óþarfi að færa til greinar. Snjór mun brjóta þetta fínna niður sem þegar er. Við verkið var lagt upp með að choppa allar greinar smátt til að hraða niðurbrot. Auk þess sem graunum var komið fyrir milli þúfna til að slétta yfirborð eða eins og í einu tilviki var slétt undir stíg í hliðarhalla. Á einum stað var reyndar ein frekar stór hrúga, hún var við hlið bekksins sem er inni í tré. - Tréð með bekknum, búast má við að það sé varanlega skemmt. Ef svo, er best að saga það niður. - Bekkirnir, vert að að skrúfa undir þá einni til tveimur skrúfum til að festa þá enn betur. - Fjölstofna Reynitréð á eftir að eiga uppreysn æru umlukið greni. Það verður fallegt á haustin þegar (vonandi þegar) það krækir sig upp með trjátoppum grenitrjánna. - Það er í lagi að fara með greinasagir og snyrta til og uppkvista tré og tré. Varast skal þó að uppkvista of mikið trén efst, helst skilja þau eftir eins og þau eru. - Furuveggurinn, hann var léttlega sagaður innanúr. Gott væri að snyrta aðeins betur, en þó ekki nauðsynlegt. - Greinahrúgan neðst, heima við bæ, hana ætti að fjarlægja og helst ofaní einhverja gjótu sem það brotna niður, t.d. mætti brjóta það niður milli þúfna til að leggja stíg? -Bolina sjálfa má annað hvort eða bæði að saga í eldivið eða sperrur í girðingu / staura. t.d. aflstaura uppi á Fjalli. Það má bjóða Baldri girðingaverktaka að nota það ef hann vill. Dásemdarreiturinn í Dagverðarnesi. „Fátt er yndislegra en að vera úti í skógi og snyrta tré“. Nemendur á námskeiði í ungskógaumhirðu eru algerlega sammála þessari fullyrðingu enda gátu hvorki þeir né leiðbeinendur hamið sig í skóginum, það var svo gaman. Þetta er í sjötta skiptið á sjö árum sem þau Hlynur Gauti Sigurðsson og Sherry Curl eru leiðbeinendur á námskeiði í ungskógarumhirðu. Fyrstu fimm voru haldin á vegum Héraðs- og Austurlandsskóga og var það fyrsta haldið haustið 2010. Oftast hefur það verið haldið í kjölfarið af Trjáfellingar- og grisjunarnámskeiði sem haldið hefur verið af Björgvini Eggertssyni hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en í ár var undantekning frá þeirri venju. Kennsla fór fram á tveimur dögum. Fyrri dagurinn (fös 20.okt) var innandyra á höfuðstöðvum Skógræktarinnar á Egilsstöðum og var farið vel yfir fræðilegan og fjárhagslegan ávinning skógarumhirðu. Síðari dagurinn (lau 21.okt) var úti og fór fram í þjóðskóginum á Höfða. Veðrið var kyrrt og hlýtt og það hélst þurrt allan daginn. Eins og á fyrri námskeiðum var Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri, með í för seinni daginn en það var verklegur dagur sem megin áherslan var á verkliði á borð við tvítoppaklippingu, snyrtingu, uppkvistun og val á trjám við millibilsjöfnun. Þátttakendur voru: Róbert Davíðsson, Jakob Þór Davíðsson og Pétur Hjartarson, frá Flögu, Andrés Einarsson frá Bessastöðum, Gísli Örn Guðmundsson og Þórarinn Þórhallsson frá Þorgerðarstöðum, Kristján Jónsson frá Hjartarstöðum, Maríanna Jóhannsdóttir frá Snjóholti og Magnús Karlsson frá Hallbjarnarstöðum. Til gamans má geta að á fyrsta námskeiðinu 2010 var tekin hópmynd með nýsnyrtan skóg í bakrunni. Þá var skógurinn einstaklega illa á sig komin og trén meira og minna fjölstofna, fjöltoppa, grófgreinótt og bogin. Hópmyndin sem tekin var núna, er frá svipuðu sjónarhorni og þar má sjá feikilegan vöxt beinvaxinna lerkitrjáa 7 árum síðar og því um ólíkt betri skóg að ræða en hér áður var lýst. Umhirða ungskóga borgar sig margfalt. Höf: Hlynur, Frétt kom einni fram á skogur.is |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
September 2019
Flokkar |