kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Sögurferðaþjónusta

4/29/2016

1 Comment

 
Picture
Í dag var haldin ráðstefnan "Tækifæri söguferðaþjónustu" í Norræna húsinu í tilefni 10 ára afmælis Samtaka um söguferðaþjónustu. Ráðstefnan var þræl góð og höfðu báðir fulltrúar Kviklands, þau Kolla og Hlynur, bæði gagn og gaman af. Felix Bergsson stýrðu umræðu. Hér á eftir verið farið yfir nokkur atriði.
Picture


Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra hóf mál.
Ágrip

- Vesturíslendingar sækja heim á slóðir forfeðra.
- Söfn eru víða um lönd
- Samtökin (söguferðaþjónusta) endurnýjaði samning við iðnaðarráðuneytið.
- Sagan er svo verðmæt sem ferðamaðurinn skynjar.

Rögnvaldur Guðmundsson, Formaður SSF
Saga og framtíð samtaka um söguferðaþjónustu

Fjallaði um sögu samtakanna.
- Aðdragandi 1998-2006
- Sett á laggirnar 2006 á Hofi í Vatnsdal
- sagatrial.is
- "Follow the Vikings" var ráðstefna í Foteviken í SWE.
- Vilja að söguferðaþjónusta fái aukið vægi
- Miðla þekkingu, lifandi miðlun

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF
Söguferðaþjónusta á mikið inni

- Ferðamenn vilja koma vegna veðursins (vindsins jafnvel.)
- Álagi dreift um landið og árið 
- Vetrargestir sækja frekar í söguferðir en sumargestir
- Ferðamenn vilja fjárfesta í upplifun
- Samtímasagan er einnig spennandi, tónlist ofl.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Söguferðaþjónusta og markaðssetning Íslands erlendis.

- Tengja erlendar og innlendar greinar saman.
- Menning - ævintýri - hreinleiki - sköpun - sjálfbærni - dulúð
- visiticeland.is
- inspiredbyiceland.is
- "creating a sense of place and telling a story"

Andri Snær Magnason, rithöfundur
Hola íslenskra fræða er allt of lítil.

- Iceland Airwaves  4-8 nóv 2016
- Icleand Airwords
- Byggja má meira á Rímnaarfinum.
- Edda er aðal
- Orðstír skiptir máli. "Deyr fé, deyja frændur..."
- Holan ( í titli fyrirlesturs) Stofnun Árna Magnússonar á íslenskum fræðum á AÐEINS 350 fm.
- "Stækkum holu íslenskar sagnafræða".

KAFFIHLÉ

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetrinu í Borgarnesi
Hlutverk sögu og menningararfs í Iceland Academy

Fjallaði um INSPIREDBYICELAND og sýndi 2 ný video.
gott kort af sögu á landsvísu (sjá meðfylgjandi mynd hér neðar).

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur
Notkun og misnotkun sögunnar

Skemmtilegasti fyrirlesturinn.
- Sigmundur Daffí Guðlaugsson er dæmi um misnotkun á sögðuhefðinni, með hótunum "ef þið gerið ekki eins og við þá eru þið..."
- Sjálfsstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar, hver skrifar? Vildi JS í alvöru gera allt sjáfstætt þarna á klakanum, vildi hann í alvöru yfirgefa þetta ljúfa land, Danmörk?  Sumir líktu JS við Chekkevara og þannig hetjur.
- Þorskastríðið, frá íslenskum bæjardyrum er augljóst hver er sigurvegari "stríðsins".
- Guðríður gekk til Rómar... Hennar er minnst í Grænlendingabók og sögu Eiríks rauða, en var hún yfir höfðu til? gekk hún suður, hvert suður?
   Hlynur spyr sjálfan sig: skiptir tilvera Guðríðar máli, sagan er nú þegar orðin, hvort fótur sé fyrir henni eða ekki, sagan lifir (eins og Lagarfljótsormurinn sem auðvitað er ekki til í holdi og blóði, en vissulega í hjarta Héraðsmanna)

Á ráðstefnunni hitti Hlynur þrjá sem hann þekkti: Erlu Dóru Vogler og mann hennar (Teigarhorni) og Ragnhildi Sigurðardóttur, sem sér um Snæfellsnesið eins og það leggur sig, en ekki hvað. Skúli Björns (hér á eftir) er líka astanmaður svo hann þekkir til hans líka.


Í lokin tók Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri, saman þrjár vísur.

Árin tíu tifað hafa
taktvist höfum færst úr stað
ferðamenn í fortíð grafa
Fáfnishjartað leita að

Fram skal sækja feta veginn
fræðin láta lönd og leið
Hörfa jafnvel heim megin
höndla með vorn gamla meið

Menningunni öll við unnum
ásókn gesta magnast enn
söguna úr sagnabrunnum 
sötra þyrstir ferðamenn


Felix Bergson las líka eina limru sem barst hafði með skeyti frá Vík í Mýrdal

Í sögulegu ljósi má líta flesta daga
lítilfjörleg án þeirra væri  okkar saga
orðstírinn er stór
miklisvísir mjór
og í Holu verður...  (náði ekki restinni, en hún var hnittin)


Góð samkoma

1 Comment
Minnesota Discreet Affairs link
12/26/2022 04:08:53 am

Greeat read thanks

Reply



Leave a Reply.

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English