Í gær kíkti ég á Hvanneyri og hitti þar gæðafólk hjá Vesturlandsskógum, þau SigguJúllu, Hraundísi og Guðmund. Tilgangurinn var að líta á stoðu elstu ungskóganna hjá þeim í því ljósi hvort vert sé að fara og bila þá. Við Sigga fórum og skoðuðum skóga á nokkrum bæjum. Deildartungu, Þrepi (rétt neðan), Vilmundarstaðir, Steindórsstaðir, Skógarsel, Odsstaðir og Tungufell úr fjarska. Einhverjum bæjum slepptum við vegna tímaeklu. Niðurstaðan úr þessari skoðun var að vert væri að athuga bæjina Deildartunga, Vilmundarstaðir, Skógarsel og mögulega Steindórsstaði.
Ég geri ráð fyrir að hitta Hraundísi í næstu viku og við tökum fyrri úttekt á nokkrum reitum. Þá er stefnan að hefja sögun á reitunum skömmu eftir. Á föstudaginn 26. feb mun ég svo vera með erendi um ungskógaumhirðu fyrir bændur í Vesturlandsskógum. Þetta var góður dagur. Myndirnar hér að neðan eru: - Af okkur Siggu skammt innan við hliðið á Skógarseli. - Afskaplega þétt gróðursetning á ónefndri jörð - Mögulegur smáreitur til bilunar í landi Deildartungu.
0 Comments
Nýja árið er hafið með hækkandi sól og leit að launuðum verkefnum.
Mér var bent á eftirfarandi starf í Grænlandi og þar sem mér þykir það svo spennandi þá verð ég að blogga léttvægt um það, ekki það að ég ætli að yfirgefa Ísland, ekki í bráð í það minnsta. Starfið er í stærsta sveitafélagi jarðarinnar og er í bæ sem heitir Ilulissat. Slóðin að umsókninni er hér |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |