Hótel Hafnarfjall hjá Gylfa hótelstjóra.
Föstudaginn 26.feb 2016 Vesturlandsskógar buðu mér aðvera með erendi um ungskógaumhirðu sem og ég lét verða af. Ég fékk far með bóndanum af Gautastöðum honum Halldóri Jóhannessyni, afbragðs maður sá. Fjöldi manns var á fundinum. Sigga Júlla talaði fyrst í rúma klukkustund, með spurningum. Ég fékk því 45 mínútur og nýtti þær, þurfti samt að gefa töluvert í í lokin. Erendi mitt var 5 þætt. 1) Tilgangur skógaræktar 2) Skógarsnyrtingar 3) Millibilsjöfnun 4) Reynslan af Héraði 5) Staðan hjá Vesturlandsskógum. Eftir fyrirlestra var snætt lambalæri og hlýtt á skemmtiatriði. Svo var spjallað og fékk ég 3 heimboð sem mig langar ofboðslega að nýta. Ég vona að bændum hafi líkað innlegg mitt og arki nú af stað í skóga sína með klippur í hönd. Gott kvöld, takk fyrir mig. PS. mér ljáðist að taka mynd.
0 Comments
Í dag kíktum við Kolla á morgunfyrirlestra í boði Advania. Það sem vakti fyrir mér var að þetta gæti kannski nýst í mússíksköpun fyrir OUTandPLAY video framtíðarinnar. Fyrstur talaði Ivar hjá Atmo Talired curied misic, var eitthvað sem mér þótti áhugavert, man samt ekki hvað það var. Svo talaði hann um dæmið úr 10/11. Einhvertíman kom hann að nóttu til í þá búð og einungis tveir starfsmenn voru í búðinni (engir kúnnar). Það var dúndrandi há tröllatónlist sem alla jafna hefði fælt kúnna frá. Ívar hlóg en starfsmenn lækkuðu í græjunum. Þetta er dæmi um hvernig mússík getur spilað á kúnnann. Á myndinni eru dæmi um viðskiptavini ATMO. En sem sagt, Atmo er fyrirtæki sem semur um að koma réttri stemningu á rétta staði, á heimsvísu. Alger snilld. Næst talaði bretinn Yuli. Hann talaði um all konar atmo music. Tók dæmi um gamlan tónlistarmann Brian Emo. Flokka má mússík í þrennt: -Dinamic music, hefðbundin mússík með nótum og slíkt -Generative music, liftutónlist einhverskonar, C-dúr og loop dót -Reactive music, sem er interactive mússík. Það er það nýjasta. Hans fyrirtæki bjó til app fyrir ökumenn sem bjót til viðeigandi stemningu eftir akstri. þ.e. hratt, hægt, stopp, hægri beygja, vinstri beygja, dagur, kvöld, osfrv.
Baldur hjá CCP talaði um tónlist í tölvuleikjum. Þar er sko allt að gerast. 80% notenda EVE online vilja notast við tónlistina úr tölvuleiknum. Það telst nokkuð gott í þessum heimi og segir manni það að hún sé rétt-stemnd. Hann sagði líka að Dr. Kjartan Ólafsson semdi tónlistina fyrir EVE á Calmus. Sandbox MMO er forrit sem vert er að skoða. Hjer er smá myndbrot/hljóðbrot af fyrirlestri hans. Í dag stóð Íslandsstofa fyrir opnum fundi á Hótel Hilton undir heitinu "Markaðssetning í breyttu umvherfi". Fundurinn var málefnalegur og mættu 320 manns á hann. Við Kolla mættum og sáum fyrir okkur að hann gæti nýst okkur í markaðsmálum á ferðaþjónustunni okkar "OUTandPLAY". Heilt yfir fannst okkur þessi fundur góður og margt virðist á réttri leið (ef einhver leið er réttari en önnur). Hér á eftir eru nokkrir punktar af fundinum.
Á laugardaginn var fórum við Stefán Jónsson í Deildartungu í land Jóns Björnssonar að bila um hálfan hektara af skógji. Dagurinn byrjaði kl 8:30 er lagt var af stað úr borginni. Þegar í Deildartungu var komið áttuðum við okkur á því að hjálminn vantaði hjá okkur báðum. Við náðum þó að bjarga því með að kíkja í ýmis skúmaskot á bænum. Stefán er handlaginn og með gott auga við bilun en við náðum samt ekki að klára reitinn eins og við ætluðum. Þetta er því eins og svo ofsalega oft að maður vanmetur verkin stundum, eða alltaf. Bras kom upp á heimleiðinni sem tafði okkur en við komumst þó heilir aftur í borgina og áframhald í reitnum verður vonandi næstu helgi.
Á myndunum eru bræðurnir Stefán og Ingimundur ásamt bræðrabörnum. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |