0 Comments
Við höfum verið að færa okkur frá hallandi landi yfir í bratt land og má segja að það sé orðið snarbratt í dag. Ég hefði tekið mynd en ég hélt ekki jafnvægi við það svo ég sleppti því. Annars, allt gengur vel og ég hugsa að við séum um það bil að klára einn hektara. Málum miðar það vel að við erum bara roggnir með okkur, enda bæði Orri og Benni þaulvanir grisjunarmenn og ég bráðefnilegur lærlingur.
MYNDIR Allar myndirnar eru teknar af sama svæðinu. 1) Á efstu myndinn eru Benni og Orri að biðja til Mekka líklega, nema það sé líkneskið þarna vinstra megin, sem var eitt sinn stormfallstré. (24.mars 2015) 2) Næsta mynd er verktakarnir þrír á 18 degi (Hlyns tímatal), Benni, Orri og Hlynur. (24.mars 2015) 3) Neðsta myndin er tekin á fysta degi og þar sem skógurinn er afskaplega þéttur. (sjá bleikmekta tréð á efstu og neþstu myndinni, sama tréð) (24.febrúar2015) Feikigóð ráðstefna um möguleika á nýtingu lífrænna hráefna var haldin í Gunnarsholti á Eclips-daginn var. Fyrirlesararnir voru all flestir góðir og áhugavert efni sem um var fjallað. Ég ætla að fara á mjög miklu hundavaði yfir það sem ég hafði vit á að glósa á meðan á ráðstefnunni stóð, það má þó ekki lesa það þannig að það hafi verið það markverðasta.
- Lúðvík segir "500-600 kg af heimilissorpi á mann á íslandi, allt sorp á íslandi er 2 tonn á mann" - Guðmundur Tryggvi- Orkugerðin -"kjötmjöls innihald N 8,5% P 4,7 % K 0,5%" - Eiður Guðmundsson, Eyjaförður sagði margt gott - Stefán Gíslason átti salinn, enda flottur í framsögu með gott efni. Á einni glæru stóð þetta: >Allt það sem við hendum hefur einhvertíman verið keypt fyrir peninga >Það að því skuli vera hent þýðir að okkur hefur mistekist að nýta það betur > Úrgangur er auðlind > Úrgangur er hráefni á villigötum > Hráefni = peningar Einnig fór hann í lagaforsendur sorpmála og sveitafélaga. (sjá mynd) - Elsa Ingjaldsdóttir var sú seina sem hélt fyrirlestu um Seyru, hún var skemmtileg - Guðfinnur í Gnúpverjahreppi sagði frá jarðgerðastöð í Skaftholti, mjög töff. - Hreinn Óskarsson notar 12.000 tonn af kjötmjöli á 600 ha í uppgræðslu. - Magnús H Jóhannsson hjá Landgræðslunni kom svo með flugeldasýningu í lokin. Dagskrá og vonandi upptökur eru á finna á síðu landgræðslunnar. land.is Myndirnar sem hér fylgja 1) Guðmundur, Gústaf og Hlynur fylgjast með sólmyrkvanum á Selfossi 2) Glæra sem Stefán Gíslason sýndi. Í gær gekk stormur yfir vestur hluta landsins. Þetta var ófremdarstormur. Einhverjar mestu hviður sem mælst hafa á landinu eða um 70 m/sek. Í dag kíktum við Benni á ummerki í Vífilsstaðahlíðinni eftir þessi áföll. Svo okkur taldist til að 7 tré höfðu fallið til jarðar, 4 furur og 3 greni. Nokkur tré hölluðu lítillega en þau voru ekki talin. Þau tré sem féllu féllu ekki frá rót heldur brotnaði stofninn venjulega í um 50 cm hæð. Grenitrén þrjú voru öll meðalstór (jafnvel í grennra lagi) og stöðu öll nærri hvort öðru, eða í reitnum sem HGS hafði grisjað. Tvö þeirra voru í honum miðjum en það þriðja stóð í jaðri ógrisjaðs skógar.
Myndirnar af föllnu furunum og granna greninu. Þetta var með sanni ólukkudagur. 1) sögin var biluð hjá Hlyni og tafði sú bilun allan hópinn í upphafi dags. Vídas hjálpaði sem betur fer til og fann hann vandamálið... laust kerti. 2) Hiluxinn rann til hliðar í slóðinni og út í birkikjarr. Okkur tókst þó að losa hann aftur en til þess þurfti að grisja kjarrið og henda grenum undir hjól bílsins. 3) Orri gleymdi lyklunum af skúrnum þar sem ýmsilegt smádót var, en það reddaðist. 4) Svo skall á stormur og náðum við því bara einum tanki hver áður en við létum staðar numið þennan daginn. Í video viðhengi má sjá Orra fella digurt tré í fullkomlega rétta felliátt miðað við storminn. ATH, það þarf smá tíma að hlaða sig. Aðrar myndir eru stemningsmyndir úr einu hléinu þegar kamínan var sem heitust. Í dag var níundi dagur hjá mér í grisjun í Vífilsstaðahlíð. Vel hefur gengið við niðurfellingu drumba. Sami mannafli hefur verið undanfarna daga eins og var í dag. Ég, Orri og Benni við grenið og Bjarki í furunni. Svo hefur Gústi verið að keyra út, þó ekki í dag.
Mér fannst ég hafa staðið míg ágætlega í dag sem svo að segja fjallaði allur um eitt tré, sem var í útkeyrslubrautinn sem ég var að saga. Ég sagaði undan því að ofanverðu fyrir hádegi og sagaði svo þetta tiltekna tré en... það féll ekki upp í brautina, heldur hallaði það lítið eitt í gagnstæða átt en bæði Benni og Orri sögðu að svona tré gengi ekki heilt upp til skógar, heldur niður. Svo kom hádegi. Eftir það sagaði ég því neðan í brekkunni og felldi loks tréð niður á við. Það var stórt 15m að hæð, blessuð sé minnig þess, Í Norræna húsinu í morgun fór fram lítil og skemmtileg samkoma um græn þök og græna veggi.
1: Aðalheiður Atladóttir (A2F arkítektar) fjallaði um hönnunina á Framahaldsskógalnum í Morfellsbæ 2: Þorkell Gunnarsson (HÍ) ásamt Magnúsi Bjarklind (EFLA) fjölluðu um reynslu á þakgörðum, byggingu og rannsóknir. Aukin áhersla á að halda regnvatni lengur í kerfinu fremur en að skola því beint í ræsin. 3: Raghildur Skarphéðinsdóttir (Hornsteinar) fjallaði um gróðurklæddan vegg í stúdentakjallaranum. 4: Sveinn Aðalsteinsson (Starfsafl) fjallaði um norrænt samstarfs meðal skrúðgarðyrkjumeistara um uppbyggingu náms sem á að vera heilsteyptara en það sem þegar er, unnið í nafni NordGreen. Fullt af hugmyndum spruttu upp eftir þetta. T.d. - Varðandi græn þök. Hvernig er rotveruflóran undir græna hamnum? Hvernig með að nota ánamaðka og sveppi til að halda lengur í rakan t.a.m.? (ani.is) - Hvernig væri að kynna allt það góða starf sem á sér stað t.a.m. hjá NordGreen? Sem sagt, góður morgun. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |