Eftir góðar ábendingar frá Gústafi af rangfærslum í fyrra videoi sem ég gerði af Vífilsstaðahlið ákvað ég að laga rangfærslurnar og leggja inn endurbætt video. Ég gerði reyndar gott betur. Í ljósi óvissu gerði ég út í óvissuför. Föruneitið skipaði ég, Kolla og Dísa. Við fórum í Vífilsstaðahlíðina í dag og tókum stöðuna. Stórskemmtilegt þótti mér að ganga þarna um þar sem við Orri, Benni og Bjarki höfðum verið að grisja þarna fyrir nákveðmlega ári síðan. Skógurinn lítur vel út og einngis sáum við 3 nýleg stormföll. Við gengum handahófskennt í gegnum svæðið og tókum fjóra 100m2 mælifleti (r=5,64m) þar sem við töldum standandi tré og einnig þá stubba (sem við fundum). Tölurnar eru þessar eftir fellingu. Vinnusvæði- Mæliflötur -Standandi tré/ha - Stubbar /ha - tré fyrir grisjun/ha (Benna svæði) MF1 1800 2300 4100 (Hlyns svæði) MF2 2200 2800 5000 (Hlyns svæði) MF3 1500 1200 2700 (Svæðið var í miklum bratta) (Orra svæði) MF4 1700 1900 3600 Þéttleiki nú = 1800 Felld tré = 2050 Þéttleiki þá =3850 Lokaorðin eru því að þetta hafi verið stór góð grisjun. Þarna standa væntanlega fleiri tré en 1800 tré/ha. Þegar eingöngu er hoft á Excel virðist það kannski svolítið þétt fyrir jafn há tré sem þarna standa en trén samsvara svæðinu engu að síður nokkuð vel. Þetta lítur afskaplega vel út. Myndirnar hér á eftir eru af vetvangi í dag.... en fyrst videoið nýja.
0 Comments
Þetta var vægast sagt stórkoslegur dagur. Fyrsti vinnudagurinn, Bjórdagur okkar Íslendinga.
Flott veður, kjurt, bjart og svolítill kuldi. Fyrsti vinnudagurinn í Heimörk hefst í Daníelslundi í Borgarfirði. Ég fór þangað með tveimur afsprengigóðum meisturum, þeim Lúkasi og Benjamín. Þeir koma frá Tékklandi og Danaveldi. Öndvegis herramenn. Í Daníelslundi er Kristján Már (enn einn meistarinn) við grisjunarstörf og ég gat ekki betur séð en að hann kunni enn til verka, jafnvel betri ef eitthvað er. Í Daníelslundi hittum við fyrir fleira afbragðs fólk. Friðrik Aspelund, SiggaJúlla, Hraundís, EinarGunn, Freydís, Brynjólfur, Aðalsteinn, Böðvar, Hallur og svo hitti ég fyrir nýja menn þá Jón Ásgeir og Brynjar (afsakið ef ég gleymi einhverjum). Við tíndum fullt af könglum, Ég tíndi heilan helling líka, en ég held að ég hafi lagt of mikið upp úr magni en gæðum, vonandi ekki samt. Eftir vinnu í dag fórum við Kolla og keyptum bíl hjá Bílasölu Guðfinns. TOYOTA LAND CRUISER. Drauðmur að verða að veruleika. Við Kolla erum afskaplega ánægð, nú er bara að biðja og óska þess að hann reynist okkur vel. Hann mun vonandi koma sér vel fyrir OUTandPLAY í sumar. (uppl. ekinn 228.000, árgerð 2002, sjálfskiptur, verð, óuppgefið) (myndir teknar af HGS, nema efsta tók Lúkas og neðstu tók Kolla stax eftir að kaupin gengu í gegn) |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |