Í dag voru tímamót í grisjuninni í Vífilsstaðhlíð því henni er nokkurnvegin lokið að sinni. Amk kem ég (Hlynur) ekki meira að henni þetta vorið. Það á eftir að keyra töluverðu efni út svo heildarmagn er óráðið enn. Þeir sem voru við grisjunina í greninu voru að mestu við Orri en Benni kom líka sterkur inn. Þeir sem hafa unnið við grisjun á furunni eru fleiri en Bjarki vann þó örullegast allra í henni. Aðrir eru Vídas, Pólski og dönsku nemarnir Sille og Dorthe.
Verkið hjá okkur hófst 24. febrúar og lauk hjá mér í dag, 29. apríl. Þetta spannar því yfir tvo mánuði en samanlagðir vinnudagar eru 38 og mjög óáræðanlega talning á tönkum hjá mér benda til að í þetta hafi farið rúmlega 100 tankar, það þýðir um 3 tankar að meðaltali á dag. Þegar ég skoða slit kemur í ljós að ég þarf nú virkilega að fá mér annan grisjunargallann, þessi er alveg orðinn lúinn. Báðar sagirnar mínar biluðu (Stihl 260) biluðu og önnur meira að segja bræddi úr sér. Ég fékk því lánssagir lánaðar hjá höfðginjunum í Heiðmörk. Eknir voru í það minnsta 450 kílómetrar í og af vinnusvæði eða skemmu. Heill hellingur af svitadropum drupu af skinni og held ég að viktin telji í dag 120 kg. Einn var sá drykkur sem þróaðist í þessari skemmtilegu raun en er það nýstárleg uppfærsla á Mysudjús, sem ekki bara við Orri fíluðum í tættulur heldur einnig dönsku nemarnir og fleiri. Fyrsta mynd: Við Orri fögnum áfanganum Mynd 2 og 3: af aflastæðum héðan og hvaðan (líklega mest af vinnusvæði Hlyns) Síðasta mynd: Uppskrift af mysudjúsinum.
2 Comments
Í gær fór ég, í boði klúbbsins "kvikmyndagerð" á FB.
Hér er auglýsingin. Hér er aðeins um Creative Cloud. En sem sagt. Námskeiði fjallaði aðallega um hvernig hægt er að tengja saman öll Adobe forritin á auðveldan og ekkert smá fljótlegan hátt. Farið var yfir nokkur application sem bæði voru fyrir hefðbundna tölvu og ipad. Ég ætla að hlaupa hratt yfir sögu og tippla á nokkrum punktum sem ég tók hjá mér. _______________________ Grand Hotel- Gallery. Föstudaginn 17.apríl kl 10:00-16:00 Í boði -Hugbúnaðarsetrið (Einar Erlendsson) og Kvikmyndaklúbbs FB. Fyrirlesari: TONY HARPER, digital media, Design, Adobe UK CC APPS farið var yfir: - Adobe Color, velja theme color - Adobe Shapes, kroppaaf ljósmynd yfir í vektorgögn - Adobe Bruch (cool) - Adobe Lightroom- flott fyrir ljósmyndir - Adobe Touch, "easy photoshop" fyrir t.d. iphone - Photoshop MIX, "idiot proof". 2 layer photoshop, snjallt og einfalt app - Adobe Sketch þetta er ógeðslega cool. Teikni app dauðans. - Adobe Line, Illustrator family - Adobe Draw, unnið með layers Hádegishlé. Hitti þar 4 prúða verðandi kvikmyndagerðamenn úr kvikmyndaskóalnum. Emil, Tedda, Dodda og Begga (ef ég man þetta rétt) - ANIMATION (útúrdúr), Creative animator - Premier 1 (After effects) - Document Cloud, Acropad Pro- signitur eitthvað og svona. - Adobe Comp C, Heimasíðugerð, ógeðslega auðvelt og töff. krot í loftið - Adobe Premier clip, Einfalt og cool app. Hægt að klippa og era mynd á NÓ TÆM í símanum. Virkar með Premier Pro. - Photoshop ofl öpp. -- Timekit for fonts. Velur þér þann stíl á letri sem þú er ca að leita eftir. Snilld. -- Shape resolution, snilld ef camera nær focus en er pínulítið hreyfð -- BLUR gallery, Spin blur, T.d. þegar sportbíll er á myndinni og þú vilt að dekkin "hreifist". BEEHIVE- er eitthvað sem býr til ferilskrá kvikmyndagerðamannsins. INC-penninn, verð að kaupa þannig og nýjan ipad. gaman gaman EPLI selur Adobe á 120 þús á ári. (8 þús á mán) allur pakkinn á 2 tölvur og tvö smátæki. (umboðið er í höndum: Einar Erlendsson) |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |