Í gær var tekin day off og var það ákaflega fallegur dagur. Yndislegur í alla staði, fer ekki nánar út í það hér.
Í dag var svo kíkt á aðstæður enn og aftur ú Sandahlíð. Þar skammt frá sást til hópa vinna að útrýmingu kerfils. Ég tók mig líka til og tíndi þann kerfil sem var næst kurlhaugnum sem á að dreifa í stíga í Sandahlíðinni, kæri mig ekki um að dreifa fræi með kurlinu. Svo fór ég upp í hlíðina il að finna þægilega gönguleið. Á efstu myndinni sérst kurlauguruinn. Á næstu tveimur sérst "before and after" kerfill. Á neðstu myndinni er yfirlitsmynd af Sandahlíðinni.
0 Comments
Í gær var lítilsháttar athöfn í Lundamóa þar sem 3 birkitré voru gróðursett. Framkvæmdum í Lundamóa er hér með lokið og var þeim "slúttað" með þessari hátíðlegu athöfn Skógræktarfélags Garðabæjar og Umhverfisnefndar þess sama bæjar. Hér má sjá VIDEO sem Hlynur klippti. Fyrsta video sem hann klippir á nýju klippiforriti, hann kann ekkert á það, en þetta kom þó út. Premier CS5. Nú líður á seinni hlutann á stígagerðinni í Lundamóa og ekki seinna vænna því húllumhæið mikla verður á laugardaginn. Hér að neðan eru svipmyndir af vetvangi.
Í dag hófst vinna við stígagerð í Lundamóa og gekk það mjög vel. Í dag voru að verki Hlynur, Rakel og Viktor. Aðal áherslan fór í að uppkvista græna stíginn á kortinu, gera bláa stíginn til og þá sérstaklega aðgengið með malarhlössum tveimur. En nóg er eftir að gera en árangurinn dagsins var bara með ágætum.
Á myndunum sérst þegar Dísa stökk í fang Rakelar til að láta klappa sér og þegar Viktor og Rakel eru að prúna. "Lundamói" er nafngift þessa verkefnis. Lundamói er "olnbogasvæði" sem er staðsett vestan hljóðmanar Reykjanesbrautar, norðan Garðabæjarvegar, austan við Lundahverfi í Garðabæ og sunnan við manngerðan leikvöll.
Í dag voru lagðir út hælar fyrir fyrirhugaðari kurlslóð auk annara framkvæmda. Hér að neðan er tillaga að slóðagerð. Verkþættir Fyrir fimmtudaginn 18.júní. Áður en eiginleg slóðagerð fer fram skal: - Uppkvista tré, þegar það á við - Fellinga tré og runna (sérstaklega víðitegundir) - Áætlanir eiga sérstaklega við um fyrirhugaðar slóðir. Þó mun verða farið yfir svæðið í heild, snyrting, uppkvistun, tvítoppaklipping o.þ.h.. Í næstu viku verður svo hafist handa við slóðina sjálfa. Á meðfylgjandi korti má sjá fyrirhugað slóðakerfi. - Slóðir eru aðskildar eftir litum til að auðvelda í framkvæmd. - Merking 1 = Uppkvistun, snyrting, felling á nærliggjandi svæði. - Merking 2 = Jarðvegsframkvæmdir, mest hugsað sem skófluvinna, en neðst á korti þyrfti hlass af mold eða möl. - Merking 3 = Þörf á að stinga upp smáar plöntur og flytja um set.
Hádegisholt. 80 skógarfurur og 40 fjallaþinur Sandahlíð, 80 Skógarfurur á flatlendi og 80 Skógarfurur í halla. = 160 skógarfurur Smalaholt. 40 fjallaþinir við gatnamótin við Kópavog og svo 40 fjallaþinir og 67 stafafurur við golfvöllinn.
Ás landið eru þurrir melásar og mýrar á milli. Stundum getur það verið mjög stórgrýtt, en þarna mun lerkið þrýfast. Hrjóstugir melar á Ási, hentugt fyrir lerki. Þarna hleypur Dísa um eldri skóg á Ási
|
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |