kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Sandahlíð og kerfill

6/30/2015

0 Comments

 
Í gær var tekin day off og var það ákaflega fallegur dagur. Yndislegur í alla staði, fer ekki nánar út í það hér.
Í dag var svo kíkt á aðstæður enn og aftur ú Sandahlíð.  Þar skammt frá sást til hópa vinna að útrýmingu kerfils. Ég tók mig líka til og tíndi þann kerfil sem var næst kurlhaugnum sem á að dreifa í stíga í Sandahlíðinni, kæri mig ekki um að dreifa fræi með kurlinu. Svo fór ég upp í hlíðina il að finna þægilega gönguleið.


Á efstu myndinni sérst kurlauguruinn. Á næstu tveimur sérst "before and after" kerfill. Á neðstu myndinni er yfirlitsmynd af Sandahlíðinni.

Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Lundamói- hátíð við 3 birkitré

6/28/2015

0 Comments

 
Í gær var lítilsháttar athöfn í Lundamóa þar sem 3 birkitré voru gróðursett. Framkvæmdum í Lundamóa er hér með lokið og var þeim "slúttað" með þessari hátíðlegu athöfn Skógræktarfélags Garðabæjar og Umhverfisnefndar þess sama bæjar. 
Hér má sjá VIDEO sem Hlynur klippti. Fyrsta video sem hann klippir á nýju klippiforriti, hann kann ekkert á það, en þetta kom þó út. Premier CS5.

0 Comments

Kurlstígagerð í Lundamóa

6/25/2015

0 Comments

 
Nú líður á seinni hlutann á stígagerðinni í Lundamóa og ekki seinna vænna því húllumhæið mikla verður á laugardaginn. Hér að neðan eru svipmyndir af vetvangi.

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

ATHÖFN/Gróðursetning

6/22/2015

1 Comment

 
Picture
Auglýsing unnin af Kvikland ehf.
1 Comment

Lundamói, verk hefst.

6/18/2015

0 Comments

 
Picture
Í dag hófst vinna við stígagerð í Lundamóa og gekk það mjög vel. Í dag voru að verki Hlynur, Rakel og Viktor. Aðal áherslan fór í að uppkvista græna stíginn á kortinu, gera bláa stíginn til og þá sérstaklega aðgengið með malarhlössum tveimur. En nóg er eftir að gera en árangurinn dagsins var bara með ágætum.


Á myndunum sérst þegar Dísa stökk í fang Rakelar til að láta klappa sér og þegar Viktor og Rakel eru að prúna.
Picture
Picture
0 Comments

Lundamór- Verkáætlun fyrir stígakerfi

6/16/2015

0 Comments

 
"Lundamói" er nafngift þessa verkefnis. Lundamói er "olnbogasvæði" sem er staðsett vestan hljóðmanar Reykjanesbrautar, norðan Garðabæjarvegar, austan við Lundahverfi í Garðabæ og sunnan við manngerðan leikvöll. 
Í dag voru lagðir út hælar fyrir fyrirhugaðari kurlslóð auk annara framkvæmda.



Hér að neðan er tillaga að slóðagerð.

Verkþættir


Fyrir fimmtudaginn 18.júní.

Áður en eiginleg slóðagerð fer fram skal:

- Uppkvista tré, þegar það á við
- Fellinga tré og runna (sérstaklega víðitegundir)
- Áætlanir eiga sérstaklega við um fyrirhugaðar slóðir. Þó mun verða farið yfir svæðið í heild, snyrting, uppkvistun, tvítoppaklipping o.þ.h..


Í næstu viku verður svo hafist handa við slóðina sjálfa.

Á meðfylgjandi korti má sjá fyrirhugað slóðakerfi. 
- Slóðir eru aðskildar eftir litum til að auðvelda í framkvæmd. 
- Merking 1 = Uppkvistun, snyrting, felling á nærliggjandi svæði.
- Merking 2 = Jarðvegsframkvæmdir, mest hugsað sem skófluvinna, en neðst á korti þyrfti hlass af mold eða möl.
- Merking 3 = Þörf á að stinga upp smáar plöntur og flytja um set. 
Picture
0 Comments

Garðabær, dagur 4

6/15/2015

0 Comments

 
Tvö verk fyrir daginn. 
1) Litið yfir opið svæði við Reykjanesbraut með Erlu Bil, "Lundagarður".
2) Gróðursett, að mestu beint í lúpínu, 10 bakkar. Mikið pláss var á milli plantna, líklega um 4-5 m meðaltal. 


Sandahlíð
- 4 bakkar (160 plöntur) Skógarfura Levanger , 2+2 bakkar (einn og einn fjallaþinur slæddist með)
- 1 bakki (40 plöntur) af Fjallaþin í Smalaholt  efra, nærri Sandahlíð


Smalaholt
- 1 bakki (40 plöntur) af Fjallaþin (eitthvað slæddist af blágreni)
- 1 bakki (67 plöntur) af lítilli Stafafuru, Skagway.


Hádegisholt
- 2 bakkar (80 plöntur) af Skógarfuru
- 1 bakki (40 plöntur) af Fjallaþin

Picture
Picture
Dæmi um plöntuset á skógarfuru í lúpínu.
Picture
Sandahlíð, Skógarfura þarna allt í kring
Picture
Smalaholt, Fjallaþinur frá bíl að ösp
Picture
Hádegisholt. 80 skógarfurur og 40 fjallaþinur
Picture
Sandahlíð, 80 Skógarfurur á flatlendi og 80 Skógarfurur í halla. = 160 skógarfurur
Picture
Smalaholt. 40 fjallaþinir við gatnamótin við Kópavog og svo 40 fjallaþinir og 67 stafafurur við golfvöllinn.
0 Comments

Gróðursetningu á Geirólfsstöðum lokið

6/14/2015

0 Comments

 
Geirólfsstaðir er jörð í Skriðdal, Fljótsdalshéraði. Neðst á jörðinni er þegar búið að gróðursetja töluvert af aðallega lerki en frá vori 2013 hefur verið lögð áhersla á gróðursetingu efst í girðingunni. Hlynur, ásamt öðrum, hefur haft þá gróðursetningu á sínum hreðjum. 
Í fyrrahaust höfðu tæpir 10 ha verið jarðunnir á jörðinni. Fyrirhugað var að fylla hana þetta vorið.
Gróðursetning hófst 2.júní og lauk 9. júní (2 frídagar) og skiptust plönturnar nokkuð jafnt á milli  Hlyns og Möggu, eða 21.419 plöntur.


Stafafura  (kvæmi: Watson lake) = 7.973 plöntur (119 bakkar-67gata)
Lerki (Imatra): 4.958 plöntur (74 bakkar-67 gata)
Sitkagreni (þjórsárd): 4.000 plöntur (100 bakkar-40 gata)
Alaskaösp (Hallormur og smá Keisari og Sæland): 2.496 plöntur (104 kassar 24 gata)
Hengibirki (Husarvii) : 1.488 plöntur (62 bakkar- 24 gata)
Reyniviður : 504 plöntur (21 bakki- 24 gata)


Aðstæður blautar, vægast sagt. Ekki var hægt að nota slóða fyrir bleytu, hversu fáránlega sem það hljómar, enda festum við okkur þegar þær voru notaðar. Frostið var að fara úr móunum og stóð mikið vatn uppi í flekkjunum.  Þetta slapp þó allt því landið þornaði hægt og hljótt og var orðið viðunandi blaut þegar gróðursetningu lauk. Væntanlega mun þorna meir og þá verður landraki alveg kjörinn.
 
Reynslan af gróðursetningunni á Geirólfsstöðum og Ási finnst okkur langsamlega best og þægilegsat að gróðrusetja frosið lerki, enda plönturnar litlar og kassar þægilegir í meðhöndlun. Verst þótti okkur að eiga við 24 gata plöntur (AÖ, HB, IR) úr bökkum og erum við ákaflega lítið spennt fyrir að halda áfram með þær, enda þó laun fyrir hverja plöntu sé hærra þá erum við samt töluvert lengur verið að koma þeim niður en því nemur. Jarðvinnsla hægir líka töluvert á gróðursetningu sérstaklega þegar jarðvinnslan verður að "spaketíi", úff.  Mun betra er að vinna á mel og stýra millibilinu með hælum, líkt og við gerðum á Ási.
Picture
Picture
Picture
Efsta myndin er af Möggu og Hlyni
næstu tvær eru frá fyrsta degi og þeim blautasta þegar bíllinn sat fastur í legðju. Þegar Bóbó á Mýrum dróg okkur upp... þriðja árið í röð.
0 Comments

Gróðursetningu á Ási lokið

6/14/2015

0 Comments

 
Jörðin Ás er í Fellum, Fljótsdalshéraði. Þar er mikil hefð fyrir skógrækt og eru elstu gróðursetningar þar um 30 ára gamlar lerkigróðursetningar. Jafnt og þétt hefur verið unnið að skógrækt á jörðinni. 
Þetta árið var unnið að því að fylla allt innan núverandi girðingar(gróðursetningarhólfs), þ.e.a.s. það sem ekki er skilgreint sem mýrar og klettar. Sem sagt, svo lengi sem friðað land er ekki stækkað þá er landið full gróðursett, líklega 95% lerki.


Í ár voru
30.150 frostnum lerkiplöntum (225 kassar) plantað á tímabilun 22. maí - 1.júní . 
- Hlynur vann alla daga, engin pása.
                  = 21.172 plöntur (158 kassar) 70%
- Magga kom til leiks 29.maí og var með uppfrá því. 
                  = 6.700 plöntur (50 kassar) 22%
- Sveinbjörg vann tvo daga og þá rigndi mjög.
                  = 2.010 plöntur (15 kassar) 7%
- Einar Jóhann var með part úr degi (24.maí)
                 = 268 plöntur (2 kassar) 1%
Picture
Frosið lerki lætur lítið yfir sér og er nánast ósýnilegt þegar komið er í jörðu. Sjá ofan á geispunni.
Picture
Hlynur og Dísa
Picture
Sveinbjörg og Dísa
Picture
Ás landið eru þurrir melásar og mýrar á milli. 
Picture
Stundum getur það verið mjög stórgrýtt, en þarna mun lerkið þrýfast.
Picture
Hrjóstugir melar á Ási, hentugt fyrir lerki.
Picture
Þarna hleypur Dísa um eldri skóg á Ási
0 Comments

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English