Ég fékk leyfi frá Skógæktinni (Þresti) til að kaupa Drone fyrir nokkru. Tilgangurinn er aðallega að nota hann tli að gera kynningar myndbönd fyrir skógræktina og bind ég miklar vonir við að hann verði magnaður. Í síðustu viku keypit ég stjórnborðið í fríhöfninni, það var iPhone7. Í lok föstudagsins fékk ég svo afhentan Droninn og það allt fyrir tilstilli Inga R Ingasonar. Ingi hefur verið mér stoð og stytta í gegnum þetta allt. Þegar ég hafði sótt flygildið í iStore Kringlunni brá ég mér niður í Nýherja til að hitta Inga. Þar sem ég gat ekkert aðhafst í drónamálum um kvöldið fékk ég Inga til að geyma hann og garfast meða hann. Hann var meir en til í það, enda þaulvanur drónamaður. Hann kom upp með nafnið Skógarfugl og hér eftir mun það festast við hann, Skogarfugl-att-gmail.com . Á laugardegininum hitti ég svo Inga aftur þegar við ætluðum að prófa hann, en vegna vonda frestuðum við æfingum en fórum bara yfir tæknilega hluti. Í dag, sunnudag, fór ég svo með skógarfuglinni upp í Heiðmörk til að prófa og ég flaut í 55 mínútur og þetta var hrikalega gaman, enda gekk þetta áfallaluast fyrir sig.
DJI MAVIC heitir skógarfuglinn, hann fékst með afslætti á 190.000kr í iStore iPhone7 kostaði 103.000 kr í fríhöfninni, elko. Þetta er því kostnaður upp á 300.000 kall í startið.
1 Comment
París er frægust fyrir Effelturninn (sjá eftirlíkingu af Effel turninum á mynd 1, tekin skömmu áður en ferðin var tilkynnt öllum ferðalöngum) París er falleg, hrein og eftirsóknarverð borg. Um helgina skruppum við yfir til Frakklands og lentum ía Charles De Gaulle flugvellinum eftir svo spennandi nætuflug að ekkert okkar náði að blunda. Við lentum því ósofin, héldum um nokkra ranghala (mynd 2), og rétt náðum í sortann (sorte þýðir sko Exit). Þar hvíldum við okkur lítillega og loksins fórum við aftur af stað skömuu fyrir hádegið með rútu sem hét Magical Disney bus. Á þeirri klst löngu leið sváfum við uns við stoppuðum fyrir utan Euro Disneyland. Þar skoðuðum við okkur léttilega um og héldum svo áfram á okkar framtíðar svefnstað fyrir næstu daga.
Gaman væri að skrifa meira um ferðina, en einnig er gott að koma þessu frá sér svona. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |