kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Sandahlíð ofl.

7/30/2015

0 Comments

 
Megin orkan þessa viku hefur farið í göngustígagerð í Sandahlíðinni. Þar er krökt af mýi og það pirraði mann, fékk mér þá flugnanet í dag, allt annað líf. 
Einnig hafa plöntur fengið sér nýjan bólstað. 

Mynd 1 = Barbara gengur um aðstöðuna
Mynd 2 = Eitrunin gekk upp nokkuð vel bara, finnst ykkur ekki?
Mynd 3 = Samsett mynd. Fluttar voru 2 ljótar og vel topplausar plöntur. Kannski ekki besti tíminn en þær fengu tótal makeover (klipptar í drasl) og fengu svo nóg að drekka. Krosslegga fingur.
Mynd 4/5 = Before/after  Hér smá sjá before and after af smá tiltekt með klippur og sög úr Sandahlíðinni
Mynd 6/7 = Before/after .Stígagerð.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Pottaplöntur í lúpínubreiðu, Smalahlíð

7/26/2015

0 Comments

 
Undanfarið hefur mestur tíminn farið í að gróðursetja pottaplöntur inn í lúpínubreiður. Mest birki en líka töluvert af ýmsu nammilaði.

Hingað til hef ég almennt verið jákvæður á notkun lúpínu á rýr landsvæði. Nú er jeg alveg sannfærður um ágæti lúpínu. Það er ótrúlegt að sjá...
... hve mikill lífrænn jarvegur er kominn í annars örfoka mel. Á skömmum tíma er nú kominn furðulega góður jarðvegur með miklu lífi maðka.
... hve miklum raka lúpínan heldur við yfirborð.
 ... hve mikið fuglalíf þrýfst í lúpínunni, Ég hef aðallega rekist á þresti og auðnutitlinga, en einnig hrossagauka hreiður með ungum. Mjög skemmtilegt.
... hve mikil fluga er í lúpínunni. Ég er ekki viss um að hún hefði verið svo mikið ef þetta væri bara melur.
... hve birkið og reynir dafnar vel í henni. Undanfarin ár hefur verið komið fyrir pottabirki og reyni inn á milli í lúpínubreiðuna. Litur blaðanna er góður og greinilegur vöxtur. Jafnvel þó plantan nái ekki nema í hálfkvist við hæð lúpínunnar virðist birkið vera fallegt. 


Miðað við að það sem ég hef verið að sjá undafarið finnst mér að við ættum að hætta (a.m.k. minnka) ræktun á íslensku birki og leggja fremur áherslu á fjölbeyttari hágróður. Bæði runna og trjáa. t.d. Ask, Hlyn, og kristsþyrn. Bara til að nefna eitthvað.


Hér á eftir fer fram myndasería af gróðursetningu. 
1) Alls konar pottaplöntur eru fyrirhugaðar í lúpínubreiðuna í Smalaholti, þær eru baðaðar vel áður en lagt er af stað. 
2) Vatn tekið með á gróðursetningarstað og slurkur af blákorni er sett í vökvunina. (30l vatn og bolli af blákorni út í, það leysist upp )
3) Komið sér á staðinn.
4) skorið á fínrætur svo plantan róti seg betur í jarveginn meðal lúpínunnar.
5) Aftur vökvað kirfilega á vetvangi.
6) Lúpínan er þétt við yfirborðið.
7) og nú er bara að fylgjast með plöntunni vaxa og dafna.
8) Kort af stöðu gróðursetningar.        ALLS  173 stk


Fim 23.júlí=  ALLS= 71 stk        
SMALAHOLT=66 stk
Birki=49
Sírena=1 
Glæsitoppur=14 (1stk til Unnars)
Garðahlynur (kv. Djöfladalur)=2
EH= 37 (IB-33, GT-2, og Hl-2), 

SANDAHlÍÐ =5 stk
Sírena=3
Gaðrahlynur=1
Óþekktur Reynir=1


Fös 24.júlí=51 birki í Smalaholt


Mán 26.júlí= Alls 51 stk
Sírena=16
Óskilgr. Reynir = 12
Kínareynir=4
Silfurreynir=3
Birki=12
Toppur=2
Alaskaösp=2


9) þessi mynd er auka, frá fös 24.júlí, bara svona smá grín af óhappi sem varð við flutning á mold. Fór betur en á horfðist.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Bekkir og gróðursetning

7/21/2015

0 Comments

 
Fallegt veður í dag, smá vindur þó. Fyrir hádegi leit ég til Þóris smiðs í áhaldahúsinu. Hann reddaði mér alveg afbragðs borvél, skrúfum og öllu því til að ég gæti lagt lokahöndina á bekkina. Bekkirninr voru 5, 3 úr ösp, einn úr birki og einn greni.

Eftir hádegið fór ég upp á Rjúpnahæð (nema það heiti enn Smalaholt, veit ekki það) og gróðrsetti 3x67 birki, 67 eins árs stafafuru og 10 stk af skógarfuru. Annars setti ég líka niður 20 stk af skógarfuru í Lundamóa, auk 5 fjallaþin. 5 fjallaþinir fóru svo líka niður nærri trjásafninu í Smalaholt. = 308 plöntur. Nú er bara að vona að spáin gangi eftir... rigning.


Líkast til held ég áfram að gróðursetja stafafuru á morgun í Rjúpnahæðina.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Svona til að fara betur yfir gróðursetningarnar, þá má sjá þær hér.
Landgerð= fremur rýr mói
Picture
Picture
0 Comments

Bæjarvinnan VIDEO

7/17/2015

0 Comments

 
Í morgun unnum við Brynjar og Oddur að video sem ég klippti svo nú seinni partinn. Þetta video á að sýna bæjarvinnuna í hnotskurn sumarið 2015, hvort sem það tekst skal ósagt látið. Skemmti sér sem skemmta vill.
0 Comments

Miðbik júlí

7/16/2015

0 Comments

 
Mikið hefur gengið á að undanförnu, bæði innan og utan vinnu. Hér verður stuttlega farið yfir það sem gerst hefur í vinnunni. Helst hefur verið unnið við illgresisafskurð, stígagerð, bekkjagerð og trjáhreinsun. Einnig var farin hressileg ferð inn í Brynjudal til að gróðursetja. Þar voru gróðursettar 180 plöntur. 4x40 gata bakka af blágreni og smá af fjallaþin og svo voru stærri pottaplöntur af blágreni 20 stk.  

Hér má sjá stemninguna úr Brynjudal. (2 myndir)
Picture
Picture
Þá fluttum við Ragnar eitt skilti fyrir dúnylli, ásamt því að saxa á lúpínu (sjáiði litla hrossagaukinn sem faldi sig í lúpínunni) og velja okkur efnivið í bekki á Moltusvæðinu. (2 myndir)
Picture
Picture
Svo á afmælisdaginn minn mokaði ég holur fyrir bekk í Smalaholti. Ekki bara það, heldur var haldið pulsupartý uppi í Sandahlíð, einskonar afmælispartý, það var góð stemning þar þar sem allir mættu og þáðu pulsur af ErluBil, Þóri og JóniErni, sem stóðu m.a. vaktina á grillinu. 
(3 myndir)
Picture
Picture
Picture
Þá fór af stað vinna við bekkjagerð og aðstoðuðu Breki og Grímkell við að burðast með bolina og hjálpa til. Daginn eftir hjálpaði Þórir við að koma bekkjunum fyrir í Sandahlíðinni þar sem tveir bekkir voru settir upp. Þórir og Dísa sitja saman á eftir bekknum og Freymar, Ragnar, Brynjar og Oddur sitja á þeim neðri. Útsýnið frá beknum væri yfir Vífilsstaðavatn ef Vésteinn og Brynjar væru ekki alltaf að vinna við að bruna með kurl upp stiginn. Einnig snyrtum við til á svæðinu þar sem tré lokuðu stígnum og í snjóbroti. Greinarnar voru fluttar þvert og endilangt yfir Garðabæjinn til kurlunar. (8 myndir)
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Að lokum eru myndir frá í dag þegar þremur bekkjum var komið fyrir í Smalaholti/trjásafninu. Til gamans má geta að grafið var nafn þeirrar trjátegundar sem hver bekkur var úr í hvern bekk.
Grenibekkurinn er þyngstur og neðstur með fallegt útsýni yfir Vífilsstaðavatn.
Asparbekkurinn er efstur og einungis lokaspreturinn eftir af stígnum upp í næsta áningastað.
Birkibekkurinn er í miðjunni og umvafinn stæðilegum hengibjörkum vinstramegin við hann (sérst ekki á mynd) með útsýni yfir fagursýrenur.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Fysta vika af júlí

7/5/2015

0 Comments

 
Síðasta vika almennt var svolítið óvenjuleg sökum..., jahh, hún var fremur óvenjuleg. En hér verður bara litið á það sem Kvikland inc tók sér fyrir hendur.


30jún= Stuttur dagur

1 júl= MIÐ   Dagur hófst snemma og það á upprisu,
upprifsu kerfils. Allur kerfill oftast rifinn upp með rótum  með höndunum en njólinn fékk að kenna á stungureku.  Sjá myndir hér að neðan. Fyrsta er af varðhundinum Dísu, hún svaf. svo eru smá before and after.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
2.júl = FIM   Seinni dagur í kerfli. Dagurinn byrjaði í Keflavík og komið var í Aðstöðuna rúnlega 9. Þá hélt kerfils og njólatæting áfram. Full kerra af nokkrum þunguuuum illgresisbunktum var hent í Sorpu.  (tekið skal fram að dúkur var yfir kerruna við flutninginn.)
Picture
Picture
Picture
3.júl = FÖS  Eiturdagur. 
              - Fyrst fór ég með fulla kerru af greinum í urðurnarsvæðið á Álftanesi. 
              - Þá hitti ég Gissur og við fórum yfir stöðuna í Smalaholti, trjásafnið. Svo sændum við upp í Sandahlíð og pældum og pældum.
             - Þá tók við eitrun í Aðstöðunni, eftir alla illgresistínsluna. 
            - Loks hittumst við Barbara, en það var stutt, bara full stutt, en við náðum þó eitthvað að spjalla.
Picture
Picture
Picture
Picture
Að sjálfstögðu hvatti Dísa mig alltaf til dáða.
0 Comments

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English