Undanfarninr dagar hafa ferið í hekk. Ég hef ekkert gríðarlega reynslu í að klippa hekk með alvöru hekkklippum en þó, jú, eitthvað þreifað á því. Ég tók nokkrar myndir "before and after" en skyggnið hefur einhver áhrif á hughrif myndanna. Nú er bara að vona að þetta vaxi aftur og verði ákaflega fallegt, amk einhvertíman. Mynd 1) Búið að klippa víði í miðju myndarinnar
Mynd 2) Búið að klippa víði og blátopp vinstra megin á mynd. Mynd 3) Búið að saga víði-"tré" innan úr háa úr-sér-vaxna víði hekkinu. + Mynd hér að neðan er bara svona til gamans.
1 Comment
Þann 14. sl. var hægt að segja að stígurinn í Sandahlíðinni hafi orðið fær mönnum. Búið að kurlbera hann, vonandi rennur ekkert úr honum á komandi vori, og nú er bara að vona að gestir og gangandi gangi vel um hann.
Hvít lína á loftmynd á að fyrirstilla staðsetningu á stígnum. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru ofan af "ofur hjólbörunum" þannig að betur mátti sjá yfir en ella. Myndirnar eru teknar frá sitthvorum enda stígsins. Sú efri tekin í átt AÐ Kópavogi, þar má líka sjá bekk og stíginn sem liggur þvert á hlíðina upp í steypuplattan góða. Sú neðri vísar í átt að Garðabæ og má sjá IKEA í fjarska. Undanfarið hef ég verið að búa til stíg í Sandahlíð. Hann liggur þvert í landinu og er staðsettur sammt ofan við leik- og grill svæði. Hann tengir saman malarstíg og bratta kurlstíginn. Í dag var svo hafist handa við að bera kurl í stíginn á mótor-belta-hjólbörum. Mjög skemmtilegt tæki. Verst hvað tíðin er afskaplega rennvot þessa dagana. En gaman engu að síður. Ég geri ráð fyrir að kurlið og kurlunin klárist í rigningunni á morgun, föstudag.
Myndirnar tala sínu máli, þær eru nokkurnvegin í tímaröð. Our first project (of hopefully more) have been published on Youtube in the OUTandPLAY "series", so to speak. We were so lucky to have with us Corey and Becky from Ireland to help us with our project. Without knowing them so well in the beginning we asked them if they wanted to be our "guinea pigs" for a pilot. They serenely was up to it and did a fantastic job. Thanks you, our new friends from Ireland. Here is the result of this "experiment" and by all mean, you good readers, fell free to tell your friends if they are interested in making fun-different-and-unique postcard from Iceland, as in Short film. We can help making it come true. Take a look at OUTandPLAY. Later on the "Making of" will come to, stay tuned.
Sandahlíð, stígagerð Unnið hefur verið við stígagerð í Sandahlíðinni. Töluvert er af alls konar grjóti, vatsrásum (vorlækir) og hliðarhalla. Hér eru svipmyndir af barningi við það. Fyrstu tvær (hægri og vinstri) eru fyrir og eftir myndir. Þarna var þykk lípína fyrir, svo hliðarhalli og mikið grjót. Neðri myndirnar eru af röri sem var sett í gamla vatsrás. Þara er ekkert vatn á ferð eins og er, en mögulega eru vorlækir þarna svo allur er varinn góður. Þetta rör fann ég í fjöru skammt frá Akranesi og vildi nota það, enda allt í besta lagi og fullkomin lengd og sverleiki. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |