Í vikunni fyrir verslunnarmannahelgi átti sér stað frekar óvenjulegur viðburður í höfuðborginni. Löngum stóð asparskógur á þessu svæði en nú er eymdin ein. Til stendur að byggja elliheimili á þessum reit og þurfti því að fjarlægja allt lífvænlegt, þ.e. trén. Bjarki hjá SKÓGARAFURÐIR EHF fékk það verk að fjarlægja trén. Hann fékk einvala lið með sér til verksins: tengdason sinn Sigurbjörn, bræður sína, Siggi Þór og Guðni og samstarfssmaður þess síðarnefnda, maður með ómælda reynslu í skógarhöggi af suðurlandi, Guðmundur og loks undirritaðs, Hlyn. Svo í lokinn þá flutti Siggi danski ehf timbrið austur á land. Forsaga reitararins sú að þarna voru fyrirhugaðar höfðustöðvar Skógræktar ríkisins, en þá stóð einnig til að þær yrðu þar sem þær eru nú, á Egilsstöðum. En engu að síður var það í deiglunni og á árunum í kringum 1980-90 eða svo voru gróðursettar aspir í reitinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur var svo eigandi og umsjónarmaður aspanna um árabil, eða þar til fyrir skömmu. Þá var há umræða um að nýta reitinn til einhvers gagns. Staðsetnigin á besta stað og stór í þokkabót. Umræðan um Elliheimilið hófst. Aspirnar eru því rúmlega 30 ára og orðin þessi fína afurð, svo góð afurð að Bjarki hugðist nota allt efnið úr reitnum, flytja það austur á Hérað og saga það og nýta. Það tók um 4 langa daga að rjóðurfella reitinn og gekk það vel. Veðrið var með eindæmum gott alla dagana, sól og blíða. Fyrirkomulagið við fellinguna var þannig úr garði að trén voru felld og svo var stór grafa sem krækti í liggjandi bolina og dróg þá í stæður. Þetta fyrirkomulag var alveg dásamlegt. Aspirnar voru þó ekki allar eins, alls ekki. þau tré sem næst voru Miklubraut voru mjög skítug og mikill svifrik/sandur í trjánum og urðum við þess mjöööög varir þegar við þurftum að brýna sagkeðjuna ítrekað. Þau tré voru því einungis felld og mun annar vektaki sjá um að fjarlægja þau. Aftur á mótu voru þau tré sem færst voru Miklubraut mun betri og var þorri þeirra fluttur á til vinnslu heim á Hérað á bíl frá Sigga danska . Myndirnar með þessari frétt voru teknar á meðan á verki stóð. Fyrst er lítil syrpa af Befor/after, svo kemur hipsum haps óg að lokum er video af einu tré sem stóð frekar nærri húsum og var með svo afskaplega vondan balance að ýta þurfti á eftir því. Aspir féllu frlatt á velli
fluttar palli land og sund Stærðar höll sem stærir elli stígur hvelli upp úr grund
1 Comment
Í fyrrasumar starfaði Hlynur hjá Skógrækatarfélagi Garðabæjar. Hann, ásamt góðu samstarfsfólki, aðhafðist við ýmislegt. I dag var fallegur dagur til göngutúrs og var farið í svokallaða eftirfylgni um helstu svæðin. Hér á eftir gerir Hlynur grein fyrir því sem fyrir augum bar. LundamóiÍ Lundamóa var gerður göngustígur um svæðið með viðeigandi aðgerðum, svo sem uppkvistun, torf- og trjáflutning, og fleira í þeim dúr. Svæðið leit vel út eftir árið. Einstaka rusl var á svæðinu og gefur það tilefni til að ætla að svæðið sé notað og það er mjög gott að vita, þó ruslið sjálft hafi kannski verið óþarfi. Þau tré sem voru flutt virtust ætla að braggast. Birkitré, sem voru gróðursett við hátíðlega athöfn, komu glimmrandi vel út. Bekkir og borð sem var komið fyrir standa enn fyrir sínu. Stígurinn sem slíkur er ágætur en lúpínan virðist ætla að ná yfirhöndinni á stöku stað. Eitt skemmtilegt kraftaverk varð ég vitni að. Svo virðist sem einn stofn á þrístofna reynitré hafi verið afbyrkjaður. Ekki er hægt að búast við að greinar á þeim stofni lifðu, en viti menn, þær gerðu það bara víst. Þetta stingur mjög í stúf við lögmál lífs og útlista ég það því sem kraftaverk. AðstaðanAðstaðan leit vel út. Greinilegt að Barbara er enn að hafast við, umpotta og gera og græja. Það er æðislegt. Allt var snyrtilegt og flott. Þær plöntur (aðallega þinur) sem við umpottuðum í fyrra voru flottar og hafa aldeilis tekið við sér. Blátoppurinn við innganginn ætlar að ná að jafna sig þrátt fyrir miskunlausa árás mína frá fyrra sumri. Ég þurfti að hafa mig allan við við að finna kerfil innan girðingar, en að sjálfsögðu leyndist hann þarna, en þó ekki jafn áberandi eins og í fyrra vor. Sjálfsagt hafa þær stöllur, Erla og Barbara, farið yfir svæðið með hamagangi og hreinsað vel upp illgreisið í vor. Hvað skjólbeltin varðar hefði ég viljað sjá þau formuð betur, ekki stór aðgerð, þarf jafnvel ekki að hirða smáar greinarnar sem til féllu. Jólatrén hafa tekið full mikinn kipp að mér finnst. Árssprotarnir eru orðnir langir og því verða væntanlega mörg tré seld fyrir næst jól. SmalaholtEnn er sama sagan. Það var hressandi að ganga um Smalaholt. Það sem fyrst bar fyrir augu var aðgengilegur reiðstígurinn upp eftir hlíðinni (samsíða akvegi). Engar greinar gengu inn á stíginn og engin tré eða greinar höfðu brotnað heldur um veturinn. Þegar lengra var komið skimaði ég eftir plöntum sem komið hafði verið fyrir inn í þéttri lúpínunni. Lengi vel fannst mér ég sjá engin ummerki. Þá hugsaði ég ég þyrfti líklega að koma aftur eftir nokkur ár og skima þá aftur. Þegar neðar í hlíðina var komið sá ég uppkvistuð tré. Aðallega við göngustíginn, sem var alveg nauðsynlegt að gera, en einnig voru uppkvistaðir reitir á víð og dreif og þótti mér þeir mikið prýði. Þeir gefa allt annað og opnara yfirbragð á öllu sköpunarverkinu, en ef það hefði ekki verið gert. Við merkta trjástíginn voru settir þrír bekkir, einn úr ösp, annar, birki og sá þriðji úr greni. hver tegund var merkt á hvern bekk en mér þótti það bara flott á öspinni, Ég hefði átt að vanta mig betur á hinum tveim. Hvað um það, bekkirnir voru fastir fyrir og alveg eins og þeir áttu að vera. SandahlíðSandahlíðin var flott. Lítið sem ekkert rusl. Bekkirnir í brekkunni fastir í jörðu og flottir. Það var reyndar fremur leiðinilegt að sjá hvernig lúpinan er að kæfa bratta stíginn uppeftir, þrátt fyrir að hafa borið allt þetta kurp í hann í fyrrasumar. Nýji stígurinn, þessi sem liggur þvers, er flottur. Hvergi brattur og vel breiður. Ég hafði áhyggjur af vorlækjum, en þeir virtust ekki hafa skemmt stíginn á nokkurn hátt, ekki sl. vor amk.. Tré sem voru flutt voru lifandi og allt allt allt þetta fína. Svo virðist sem vinnan sem unnin var í fyrrasumar hafi bara verið ágæt. Gaman að því.
|
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |