Það er rándýrt að fara til tannlæknis á Íslandi, hvað þá að tala við hann líka. Við Benni vorum á röltinu í Gdansk og rákumst á Dental Clinic (Klinika Stomatologiczna, Anna Dental Clinic, 80-835 Gdansk, ul Szeroka 119/120, Poland). Klukkan var um 10.00 og ég stökk inn og spurðu hvort það væri laus tími í dag. Um kl 13:30 var ég kominn í stólinn. Andrúmsloftið var gott og ekki þessi klassíska tannlæknalykt á göngunum. Tannlæknirinn var hress en virðulegur og vel máli farinn á enskru tungu. Dr. Marcin Korn bauð mig velkominn með virtum og eftir stutt spjall sagði hann mér að hann hafi einu sinni áður fengið íslending í stólinn til sín og hann var jafn jákvæður í fari og ég, það var gaman að heyra. Klinkan var líka vel máli farin. Ég hafði beðið um einfalt eftirlit sem hann gerði og hann sá eina skemmda tönn, neðri vinsti jaxl. Hann spurði hvort hann ætti að laga og jeg jánkaði. Hann spurði hvort ég vildi deifingu og ég jánkaði aftur. Eftir stutta stund var aðgerðinni lokið með "Big Filling" og ég gekk glaður frá borði með reikning upp á 330 pólsk slots eða um 10.000 íslenskar krónur. Viðbrögð mín má sjá hér neðar. PS. ótengt tönnum. Hér má sjá link á frétt þar sem við ferðalangar komum fyrir í hjá Pólsku skógrækt ríkisins.
1 Comment
|
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |