Þann 11. október hófst Hlynur handa við Gróðursetningu á jörðinni Sauðhaga 2 á Völlum (næstum Skriðdal) á Fljótsdalshéraði. Veðrið var með eindæmum gott, hlýtt og kjurrt, allan tíman svo að segja. Gróðursetningin stóð yfir í 8 daga samfellt, frá sunnudegi til sunnudags. Gróðursetningin var af beiðni/boði Héraðs- og Austurlandsskóga og þar sem ég var bíllaus bauðst mér bíll þeirra, oft nefndur "Skrímsli", en það er þó bara létt breyttur Hilux. Þakka ég þeim fyrir afnotin. Niður í jörð fóru samtals: 12.942 plöntur Lerki, Imatra (67 gata bakki) = 7638 Sitkagreni, Þjórsárdalur (24) = 2640 Alaskaösp, Sæland (24) = 840 Alaskaösp, Keisari (24) = 768 Reyniviður, Hlíðarbraut (24) = 648 Hengibirki, Hausjarvi (24) = 408 Lærdómur: Mikill munur er að gróðursetja eftir bakkastærðum. Bakkastærð 67 er svo langt um mun auðveldari en stærð 24 og til að gefa mynd af því tók það mig um 3 klukkustundir að gróðursetja úr 24 gata bakka en sama magn úr 67 gata bakka tók það mig einungis tæpa 1 klukkustund. Hér fyrir neðan eru svipmyndir af svæðinu. Á neðstu myndinni eru allir bakkarnir uppraðaðir, frá degi 1 (lengst til vinstri) til dags 8 (lengst til hægri). Allra neðst er svo PDF skýrsla af verkinu.
0 Comments
Héraðs- og Austurlandsskógar hafa staðið fyrir námskeiði í Umhirðu ungskóga undir leiðsögn Sherry Curl og Hlyns Gauta. Námskeiðin hafa alltaf verið haldin í október (nema það fyrsta) og var þetta í 6 skiptið sem það er haldið. Fyrri hluti námskeiðisins er bóklegt og í formi fyrirlestra. Seinni dagurinn er verklegur og kenndur á Höfða á Völlum þar sem Þröstur Eysteinsson Höfðabóndi leggur lið.
Námskeiðið var vel sótt og hér að neðan eru nokkrar svipmyndir af því, teknar af frænda mínum Kára Steindórssyni. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |