kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Asparrjóðurfelling og Elliheimili

8/29/2016

1 Comment

 
Picture
Í vikunni fyrir verslunnarmannahelgi átti sér stað frekar óvenjulegur viðburður í höfuðborginni.
Löngum stóð asparskógur á þessu svæði en nú er eymdin ein. Til stendur að byggja elliheimili á þessum reit og þurfti því að fjarlægja allt lífvænlegt, þ.e. trén. Bjarki hjá SKÓGARAFURÐIR EHF fékk það verk að fjarlægja trén. Hann fékk einvala lið með sér til verksins: tengdason sinn Sigurbjörn,  bræður sína, Siggi Þór og Guðni og  samstarfssmaður þess síðarnefnda, maður með ómælda reynslu í skógarhöggi af suðurlandi, Guðmundur og loks undirritaðs, Hlyn. Svo í lokinn þá flutti Siggi danski ehf timbrið austur á land.

Forsaga reitararins sú að þarna voru fyrirhugaðar höfðustöðvar Skógræktar ríkisins, en þá stóð einnig til að þær yrðu þar sem þær eru nú, á Egilsstöðum. En engu að síður var það í deiglunni og á árunum í kringum 1980-90 eða svo voru gróðursettar aspir í reitinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur var svo eigandi og umsjónarmaður aspanna um árabil, eða þar til fyrir skömmu. Þá var há umræða um að nýta reitinn til einhvers gagns. Staðsetnigin á besta stað og stór í þokkabót. Umræðan um Elliheimilið hófst. 

Aspirnar eru því rúmlega 30 ára og orðin þessi fína afurð, svo góð afurð að Bjarki hugðist nota allt efnið úr reitnum, flytja það austur á Hérað  og saga það og nýta. Það tók um 4 langa daga að rjóðurfella reitinn og gekk það vel. Veðrið var með eindæmum gott alla dagana, sól og blíða. Fyrirkomulagið við fellinguna var þannig úr garði að trén voru felld og svo var stór grafa sem krækti í liggjandi bolina og dróg þá í stæður. Þetta fyrirkomulag var alveg dásamlegt. Aspirnar voru þó ekki allar eins, alls ekki. þau tré sem næst voru Miklubraut voru mjög skítug og mikill svifrik/sandur í trjánum og urðum við þess mjöööög varir þegar við þurftum að brýna sagkeðjuna ítrekað. Þau tré voru því einungis felld og mun annar vektaki sjá um að fjarlægja þau. Aftur á mótu voru þau tré sem færst voru Miklubraut mun betri og var þorri þeirra fluttur á til vinnslu heim á Hérað á bíl frá Sigga danska . 
  Myndirnar með þessari frétt voru teknar á meðan á verki stóð.  
​Fyrst er lítil syrpa af Befor/after, svo kemur hipsum haps óg að lokum er video af einu tré sem stóð frekar nærri húsum og var með svo afskaplega vondan balance að ýta þurfti á eftir því.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Aspir féllu frlatt á velli
fluttar palli land og sund
Stærðar höll sem stærir elli
stígur hvelli upp úr grund

1 Comment
Bjarki Jónsson link
9/4/2016 05:04:21 am

Flottur pistill hjá þér Hlynur og takk kærlega fyrir alla hjálpina. Þetta var mikið meistara verk hjá okkur og ef fólk hefur áhuga þá er ekki búið að ráðstafa öllum öspunum og því enn hægt að panta einhver fallegt úr þeim.

Reply



Leave a Reply.

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English