Undanfarið hef ég verið að búa til stíg í Sandahlíð. Hann liggur þvert í landinu og er staðsettur sammt ofan við leik- og grill svæði. Hann tengir saman malarstíg og bratta kurlstíginn. Í dag var svo hafist handa við að bera kurl í stíginn á mótor-belta-hjólbörum. Mjög skemmtilegt tæki. Verst hvað tíðin er afskaplega rennvot þessa dagana. En gaman engu að síður. Ég geri ráð fyrir að kurlið og kurlunin klárist í rigningunni á morgun, föstudag.
Myndirnar tala sínu máli, þær eru nokkurnvegin í tímaröð.
1 Comment
|
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |