kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

January 24th, 2022

1/24/2022

0 Comments

 
0 Comments

TOYOTA LAND CRUISER 150   -til sölu-

12/29/2021

0 Comments

 
Picture

TIL SÖLU
​5.900.000 kr
TOYOTA LAND CRUISER 150 

ÁRGERÐ 2017
Ekinn 107.000 km (des 2021)
Sjálfskiptur 6g
Fjórhjóladrif
Tauáklæði á sætum
Dráttarkrókur í prófíl tengi (sett undir sumarið 2021)

7 manna (1+6)
Vélargerð.  Dísel
Heildarþyngd.  2990 kg
Lengd.  4780 mm.    Breidd.   1885 mm
Þyngd vagnlestar.  5990 kg

Slagrými.  2755 cm³
Afl (hö).   176,8 hö
Eiginþyngd.  2330 kg
Óhemlaður eftirvagn.   750 kg

Smurbók fylgir 
Reyklaust ökutæki
2 lyklar (með fjarlæsingu)
Snertiskjár, fyrir útvarp, bluetooth, síma....
Staðsetningarbúnaður er ekki virkjaður.
Original dekk (Fremur slitin)  
P265/65R17 110S

Næsta bifreiðaskoðun 2023
Bíllinn er í toppstandi og hefur fengið reglulegt viðeigandi viðhald.
Er á höfuðborgarsvæðinu

ATH, Tjón:
​Fyrsti eigandi ökutækis var bílaleiga. Einn leigjandinn festi bílinn í Steinholtsá (á leið í Þórsmörk) og stóð bílinn í ánni í hátt í sólahring. Tryggingarfyrirtæki bílaleigunnar lét yfirfara bílinn hátt og lágt. Enginn af seinni tíma eigendum bílsins hafa orðið varir við hnökra af nokkru tagi, hvorki í rafmagnskerfi né öðru.

Myndir teknar haustið 2021


Upplýsingar veitir:
Hlynur Gauti Sigurðsson
kvikland@gmail.com
​s 775 1070

0 Comments

Jólakveðja Kviklands

12/24/2021

0 Comments

 
Upp og niður, beggja blands
bæði, hvorugt, allt
Jólakveðja Kvik- og lands
Kælið gos og malt
Picture
0 Comments

Drone kortagrunnar

9/1/2021

0 Comments

 
Á árinu voru gerðir nokkrir kortagunnar. Til þess var notaður Mavic dróni og notað forritið Drone Deploy.
Hér eru nokkur dæmi af verkefnum.

Breiðavað á Fljótsdalshéraði, Loftmyndagrunnur, sumar 2021 200 m.h.
Picture
Picture
Kerlingafjöll. Hér stóðu yfir hönnun á svæðinu og voru gerðar prófanir á myndatöku. Mavicinn gamli stóð sig ótrúlega vel. Ágúst 2021
Picture
Straumfjörður. Hér voru sko réttar aðstæður til myndatöku.
Picture
Rúmmálsmælingar
Fyrst er timburstæða á Hallormsstað, mælingin gekk vel
Picture
Picture
Stöng, Fyrsta verkefnið sem EKKI er flogið eftir hnitsetningu, heldur "manual". 
Picture
Picture
Turninn í Hólmavík
Picture
Rúmmálsmælingar á malarhaug , gekk eins og í sögu
Picture
Picture
0 Comments

Við skógareigendur 2021- Kolefnisblaðið

3/28/2021

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Dagatal Sambands garðyrkjubænda og LSE 2021

3/28/2021

0 Comments

 
Picture
0 Comments

2020 myndbönd

12/1/2020

0 Comments

 
Kvikland tekur að sér ýmis verk. Er þar kennsla í miðlun þekkingar ofarlega á baugi. 
Í samvinnu við Skógræktina og Landssamtök skógareigenda vinnur Kvikland myndbönd fra ýmsum toga sem og önnur sérverkefni. Hér fyrir neðan er afrasktur það sem af er árinu 2020.
0 Comments

Myndir af skógum

10/2/2020

 
Hér eru nokkrar myndir af skógum sem Normenn höfðu veg og vanda af í kringjum miðja síðustu öld.  Myndir hafa ekki verið litgreindar.

SELDUR- Toyota Landcruiser 120 VX

9/6/2020

0 Comments

 
 TOYOTA LAND CRUISER 120 VX
SELDUR
ÁRGERÐ 2008
Ekinn 272.000 km
Sjálfskiptur
Disel
Fjórhjóladrif
Leðuráklæði
Dráttarkrókur
8 manna
Reyklaust ökutæki
Smurbók fylgir
2 lyklar (með fjarlæsingu)
Grindin yfirfarin af Toyota-umboðinu árið 2018​
33" dekk (mjög slitin)
Bremsur að að framan yfirfarnar frá ágúst 2020 (eins og nýtt)
Loftpúðar yfirfarnir frá ágúst 2020 (eins og nýjir)
Spindlar örlítið úr takti
Næsta skoðun 2021

Bíllinn er annars í toppstandi og hefur fengið reglulegt, viðeigandi viðhald
0 Comments

Dísa, engill í eigin tré.

1/26/2020

0 Comments

 
Picture
Alla tíð síðan Hlynur hjá Kvikland flutti búferlum frá Egilsstöðu í Kópavog hefur litli gleði gjafinn "Draumóra" Dísa fylgt, þar til á föstudaginn. Hún kvaddi heiminn vonandi sátt við aldur og fyrri störf. Ekki nóg með að vera gleðigjafi hinn mesti var hún einnig lím og veigamikill meðlimur fjölskyldunnar, enda mikil sorg á heimilinu núna. Alla daga fór hún í gönguferðir, langa sem stutta. Gönguferðir sem komu blóði vor manna á hreinfingu, líkt og skottið sem sveiflaðist í sífellu. 
Þeir sem hafa átt húsdýr þekkja væntanlega þessa tilfinningu: Að kveðja ástvin til margra ára. Ástvin sem tók alltaf glaður á móti þér þegar þú komst heim úr vinnunni. Dísa var þar og þegar hún enn hafði þrek gat hún beðið tímunum saman, standandi í sófanum með framlappirnar á arminum og horft út um gluggann og fylgdist með. Hún þekkti hljóðið í bílinum okkar og hafði hún lifað nokkra bíla. Megan, Hilux, Twingo, gráa-Landcruiser, Aigo og hvíta-Landcruiser. Hún þekkti þá alla, enda ferðaðist hún í þeim öllum. Fékk að fara með á alla landshluta. Frá Hörnströndum í Vestri til Langaness í Eystri, Þakgil í Suðri og Hvítserk í Norðri. Svo að segja allt þar á milli. Hún var með þegar skógar voru gróðursettir á Austurlandi og Vesturlandi. Hún hefur gengið um flesta skóga landsins. Henni þótti það ekki leiðinlegt. Hún fékk meira að segja vera viðstödd nokkrar grisjanir, það þótti henni reyndar leiðinlegt. 
Veturinn 2018-2019 var fastmótuðum lífrænum úrgang frá Dísu safnað eftir hvern göngutúr. Compost pokunum, ásamt áburðinum frá Dísu var blandað við ýmis fræ og þeim komið fyrir á sléttum Þorlákshafnarsands um vorið. Gaman verður að sjá hvort Dísa myndi þarna sinni eiginn skóg í framtíðinni, sjáum til. Hver veit nema hún verði vaktmaður staðarinns, einskonar "engill í eigin tré". 
Dísa var besti hundurinn. Á því er enginn vafi. A
merican Cocker Spaniel fær bestu einkunn í að fylgja húsbónda, félagslyndni og ýmsu fleiri. Ég held að Dísa hafi einnig fengið bestu einkunn í eldhúsinu því hún var alltaf til í að hjálpa til og smakka alla rétti. Hún dæmdi svo afrakstur okkar tvífætlinganna, ekki bara með því að éta eða skilja eftir, heldur gat hún alveg haft álit og við skildum hvort annað. Hún var samt matargat, hún mátti eiga það. 
Margs er að minnast en síðustu vikur dísu voru henni erfiðir. Hún var komin með stórt krabbamein á hægri brjóskassa. Í maí 2019 var fjarlægt krabbamein á stærð við golfkúlu úr vinstri-neðstu spenunum.  Það krabbamein hafði alla tíð verið þegar hún var í okkar umsjón. Það var á stærð við stór bláber lengi vel í einum spenanum en dýralæknar ráðlögðu að láta það eiga sig en fór svo að vaxa. Loks var það fjarlægt og sýni tekið hjá dýralæknastofu Reykjavíkur.  Við fengum reyndar aldrei að heyra niðurstöðurnar, sem er svolítið sérstakt. Aðgerðin tókst samt vel en um sumarið fór að bera á öðru meini hægra megin og nokkru ofar. Það stækkaði hratt og um jólin vorum við komin á það að líklega væri best að fara að kvðja. Þá var þetta farið að hægja á Dísu okkar en hún var samt alltaf kát. Síðustu vikuna fyrir svæfingu var meinið orðið á stærð við kvenmannshönd og náði upp undir Framfóta-krika. Það var einnig farið að grafa í því og lyktin gat verið slæm eftir því. Við héldum því í skefjum með daglegum baðferðum og hreinsuðum sárið eins og vera gat með ýmsum græðandi efnum. 
Síðustu kvöldmáltíðir Dísu voru henni að skapi. Hún fékk sérstakan heilan kebabb fyrir sig. Hún naut þess í hverjum bita og svo fékk hún að smakka kengúruket einnig, svolítið framandi, en virkilega góð steik. 
Dísa var svæfð í Garðabæ og verður hún brennd. Öskunnu verður dreift um Sandahlíð, en þannig vill til að við Dísa höfðum skoðað þannan vettvang sumarið 2015, þegar við unnum þarna við t.d. stígagerð með krökkum úr Garðabæ (Það má sjá í eldri færslum hér). Nú má Dísa hvíla í friði og laus við öll mein og lífvænlegt amstur. 

Dísa var besti hundurinn. 

Fæðingardagur: 12.september 2007
Tveir fyrri eigendur. Komudagur til okkar var síðla árs 2014
Dánardagur: 24.janúar 2020 kl 16:30 á Dýraspýtala Garðabæjar. Svæfing: Eydís.

Duftreitur: Sandahlíð / (mögulegur minningarreitur á Þorlákshafnarsandi.)
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Des 2014. Þarna eru við nýkomin með Dísu til okkar og reynslan fyrir lausagöngu óreynd. En hún var nokkuð góð og þá var fordæmið sett.
Picture
Picture
Vonandi detta hér inn fleiri myndir síðar. 
0 Comments
<<Previous

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English