Í gær gekk stormur yfir vestur hluta landsins. Þetta var ófremdarstormur. Einhverjar mestu hviður sem mælst hafa á landinu eða um 70 m/sek. Í dag kíktum við Benni á ummerki í Vífilsstaðahlíðinni eftir þessi áföll. Svo okkur taldist til að 7 tré höfðu fallið til jarðar, 4 furur og 3 greni. Nokkur tré hölluðu lítillega en þau voru ekki talin. Þau tré sem féllu féllu ekki frá rót heldur brotnaði stofninn venjulega í um 50 cm hæð. Grenitrén þrjú voru öll meðalstór (jafnvel í grennra lagi) og stöðu öll nærri hvort öðru, eða í reitnum sem HGS hafði grisjað. Tvö þeirra voru í honum miðjum en það þriðja stóð í jaðri ógrisjaðs skógar.
Myndirnar af föllnu furunum og granna greninu.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |