Í dag var níundi dagur hjá mér í grisjun í Vífilsstaðahlíð. Vel hefur gengið við niðurfellingu drumba. Sami mannafli hefur verið undanfarna daga eins og var í dag. Ég, Orri og Benni við grenið og Bjarki í furunni. Svo hefur Gústi verið að keyra út, þó ekki í dag.
Mér fannst ég hafa staðið míg ágætlega í dag sem svo að segja fjallaði allur um eitt tré, sem var í útkeyrslubrautinn sem ég var að saga. Ég sagaði undan því að ofanverðu fyrir hádegi og sagaði svo þetta tiltekna tré en... það féll ekki upp í brautina, heldur hallaði það lítið eitt í gagnstæða átt en bæði Benni og Orri sögðu að svona tré gengi ekki heilt upp til skógar, heldur niður. Svo kom hádegi. Eftir það sagaði ég því neðan í brekkunni og felldi loks tréð niður á við. Það var stórt 15m að hæð, blessuð sé minnig þess,
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |