Í Norræna húsinu í morgun fór fram lítil og skemmtileg samkoma um græn þök og græna veggi.
1: Aðalheiður Atladóttir (A2F arkítektar) fjallaði um hönnunina á Framahaldsskógalnum í Morfellsbæ 2: Þorkell Gunnarsson (HÍ) ásamt Magnúsi Bjarklind (EFLA) fjölluðu um reynslu á þakgörðum, byggingu og rannsóknir. Aukin áhersla á að halda regnvatni lengur í kerfinu fremur en að skola því beint í ræsin. 3: Raghildur Skarphéðinsdóttir (Hornsteinar) fjallaði um gróðurklæddan vegg í stúdentakjallaranum. 4: Sveinn Aðalsteinsson (Starfsafl) fjallaði um norrænt samstarfs meðal skrúðgarðyrkjumeistara um uppbyggingu náms sem á að vera heilsteyptara en það sem þegar er, unnið í nafni NordGreen. Fullt af hugmyndum spruttu upp eftir þetta. T.d. - Varðandi græn þök. Hvernig er rotveruflóran undir græna hamnum? Hvernig með að nota ánamaðka og sveppi til að halda lengur í rakan t.a.m.? (ani.is) - Hvernig væri að kynna allt það góða starf sem á sér stað t.a.m. hjá NordGreen? Sem sagt, góður morgun.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |