kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Gróðursetningu á Geirólfsstöðum lokið

6/14/2015

0 Comments

 
Geirólfsstaðir er jörð í Skriðdal, Fljótsdalshéraði. Neðst á jörðinni er þegar búið að gróðursetja töluvert af aðallega lerki en frá vori 2013 hefur verið lögð áhersla á gróðursetingu efst í girðingunni. Hlynur, ásamt öðrum, hefur haft þá gróðursetningu á sínum hreðjum. 
Í fyrrahaust höfðu tæpir 10 ha verið jarðunnir á jörðinni. Fyrirhugað var að fylla hana þetta vorið.
Gróðursetning hófst 2.júní og lauk 9. júní (2 frídagar) og skiptust plönturnar nokkuð jafnt á milli  Hlyns og Möggu, eða 21.419 plöntur.


Stafafura  (kvæmi: Watson lake) = 7.973 plöntur (119 bakkar-67gata)
Lerki (Imatra): 4.958 plöntur (74 bakkar-67 gata)
Sitkagreni (þjórsárd): 4.000 plöntur (100 bakkar-40 gata)
Alaskaösp (Hallormur og smá Keisari og Sæland): 2.496 plöntur (104 kassar 24 gata)
Hengibirki (Husarvii) : 1.488 plöntur (62 bakkar- 24 gata)
Reyniviður : 504 plöntur (21 bakki- 24 gata)


Aðstæður blautar, vægast sagt. Ekki var hægt að nota slóða fyrir bleytu, hversu fáránlega sem það hljómar, enda festum við okkur þegar þær voru notaðar. Frostið var að fara úr móunum og stóð mikið vatn uppi í flekkjunum.  Þetta slapp þó allt því landið þornaði hægt og hljótt og var orðið viðunandi blaut þegar gróðursetningu lauk. Væntanlega mun þorna meir og þá verður landraki alveg kjörinn.
 
Reynslan af gróðursetningunni á Geirólfsstöðum og Ási finnst okkur langsamlega best og þægilegsat að gróðrusetja frosið lerki, enda plönturnar litlar og kassar þægilegir í meðhöndlun. Verst þótti okkur að eiga við 24 gata plöntur (AÖ, HB, IR) úr bökkum og erum við ákaflega lítið spennt fyrir að halda áfram með þær, enda þó laun fyrir hverja plöntu sé hærra þá erum við samt töluvert lengur verið að koma þeim niður en því nemur. Jarðvinnsla hægir líka töluvert á gróðursetningu sérstaklega þegar jarðvinnslan verður að "spaketíi", úff.  Mun betra er að vinna á mel og stýra millibilinu með hælum, líkt og við gerðum á Ási.
Picture
Picture
Picture
Efsta myndin er af Möggu og Hlyni
næstu tvær eru frá fyrsta degi og þeim blautasta þegar bíllinn sat fastur í legðju. Þegar Bóbó á Mýrum dróg okkur upp... þriðja árið í röð.
0 Comments



Leave a Reply.

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English