kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Miðbik júlí

7/16/2015

0 Comments

 
Mikið hefur gengið á að undanförnu, bæði innan og utan vinnu. Hér verður stuttlega farið yfir það sem gerst hefur í vinnunni. Helst hefur verið unnið við illgresisafskurð, stígagerð, bekkjagerð og trjáhreinsun. Einnig var farin hressileg ferð inn í Brynjudal til að gróðursetja. Þar voru gróðursettar 180 plöntur. 4x40 gata bakka af blágreni og smá af fjallaþin og svo voru stærri pottaplöntur af blágreni 20 stk.  

Hér má sjá stemninguna úr Brynjudal. (2 myndir)
Picture
Picture
Þá fluttum við Ragnar eitt skilti fyrir dúnylli, ásamt því að saxa á lúpínu (sjáiði litla hrossagaukinn sem faldi sig í lúpínunni) og velja okkur efnivið í bekki á Moltusvæðinu. (2 myndir)
Picture
Picture
Svo á afmælisdaginn minn mokaði ég holur fyrir bekk í Smalaholti. Ekki bara það, heldur var haldið pulsupartý uppi í Sandahlíð, einskonar afmælispartý, það var góð stemning þar þar sem allir mættu og þáðu pulsur af ErluBil, Þóri og JóniErni, sem stóðu m.a. vaktina á grillinu. 
(3 myndir)
Picture
Picture
Picture
Þá fór af stað vinna við bekkjagerð og aðstoðuðu Breki og Grímkell við að burðast með bolina og hjálpa til. Daginn eftir hjálpaði Þórir við að koma bekkjunum fyrir í Sandahlíðinni þar sem tveir bekkir voru settir upp. Þórir og Dísa sitja saman á eftir bekknum og Freymar, Ragnar, Brynjar og Oddur sitja á þeim neðri. Útsýnið frá beknum væri yfir Vífilsstaðavatn ef Vésteinn og Brynjar væru ekki alltaf að vinna við að bruna með kurl upp stiginn. Einnig snyrtum við til á svæðinu þar sem tré lokuðu stígnum og í snjóbroti. Greinarnar voru fluttar þvert og endilangt yfir Garðabæjinn til kurlunar. (8 myndir)
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Að lokum eru myndir frá í dag þegar þremur bekkjum var komið fyrir í Smalaholti/trjásafninu. Til gamans má geta að grafið var nafn þeirrar trjátegundar sem hver bekkur var úr í hvern bekk.
Grenibekkurinn er þyngstur og neðstur með fallegt útsýni yfir Vífilsstaðavatn.
Asparbekkurinn er efstur og einungis lokaspreturinn eftir af stígnum upp í næsta áningastað.
Birkibekkurinn er í miðjunni og umvafinn stæðilegum hengibjörkum vinstramegin við hann (sérst ekki á mynd) með útsýni yfir fagursýrenur.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English