Feikigóð ráðstefna um möguleika á nýtingu lífrænna hráefna var haldin í Gunnarsholti á Eclips-daginn var. Fyrirlesararnir voru all flestir góðir og áhugavert efni sem um var fjallað. Ég ætla að fara á mjög miklu hundavaði yfir það sem ég hafði vit á að glósa á meðan á ráðstefnunni stóð, það má þó ekki lesa það þannig að það hafi verið það markverðasta.
- Lúðvík segir "500-600 kg af heimilissorpi á mann á íslandi, allt sorp á íslandi er 2 tonn á mann" - Guðmundur Tryggvi- Orkugerðin -"kjötmjöls innihald N 8,5% P 4,7 % K 0,5%" - Eiður Guðmundsson, Eyjaförður sagði margt gott - Stefán Gíslason átti salinn, enda flottur í framsögu með gott efni. Á einni glæru stóð þetta: >Allt það sem við hendum hefur einhvertíman verið keypt fyrir peninga >Það að því skuli vera hent þýðir að okkur hefur mistekist að nýta það betur > Úrgangur er auðlind > Úrgangur er hráefni á villigötum > Hráefni = peningar Einnig fór hann í lagaforsendur sorpmála og sveitafélaga. (sjá mynd) - Elsa Ingjaldsdóttir var sú seina sem hélt fyrirlestu um Seyru, hún var skemmtileg - Guðfinnur í Gnúpverjahreppi sagði frá jarðgerðastöð í Skaftholti, mjög töff. - Hreinn Óskarsson notar 12.000 tonn af kjötmjöli á 600 ha í uppgræðslu. - Magnús H Jóhannsson hjá Landgræðslunni kom svo með flugeldasýningu í lokin. Dagskrá og vonandi upptökur eru á finna á síðu landgræðslunnar. land.is Myndirnar sem hér fylgja 1) Guðmundur, Gústaf og Hlynur fylgjast með sólmyrkvanum á Selfossi 2) Glæra sem Stefán Gíslason sýndi.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |