"Lundamói" er nafngift þessa verkefnis. Lundamói er "olnbogasvæði" sem er staðsett vestan hljóðmanar Reykjanesbrautar, norðan Garðabæjarvegar, austan við Lundahverfi í Garðabæ og sunnan við manngerðan leikvöll.
Í dag voru lagðir út hælar fyrir fyrirhugaðari kurlslóð auk annara framkvæmda. Hér að neðan er tillaga að slóðagerð. Verkþættir Fyrir fimmtudaginn 18.júní. Áður en eiginleg slóðagerð fer fram skal: - Uppkvista tré, þegar það á við - Fellinga tré og runna (sérstaklega víðitegundir) - Áætlanir eiga sérstaklega við um fyrirhugaðar slóðir. Þó mun verða farið yfir svæðið í heild, snyrting, uppkvistun, tvítoppaklipping o.þ.h.. Í næstu viku verður svo hafist handa við slóðina sjálfa. Á meðfylgjandi korti má sjá fyrirhugað slóðakerfi. - Slóðir eru aðskildar eftir litum til að auðvelda í framkvæmd. - Merking 1 = Uppkvistun, snyrting, felling á nærliggjandi svæði. - Merking 2 = Jarðvegsframkvæmdir, mest hugsað sem skófluvinna, en neðst á korti þyrfti hlass af mold eða möl. - Merking 3 = Þörf á að stinga upp smáar plöntur og flytja um set.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |