Oddsstaðir 2 eru innarlega í Lundareykjadal. Þar er um 1/2 hektari af skógi sem var girtur af um 1930. Þá var sáð birki í hann. Um 1960 var gróðursett fura og greni aukalega í hann. Eitt inngrip (svo heitir getur) í skóginn var 2005 og háður þeir Siggi Freyr og Guðmundur Sig það stríð. Síðan hefur verið útbúið grillstæði og uppkvistað meira og minna allt. Um helgina (27.-28.apríl), fékk Guðmundur mig til að líta með sér í reitinn og sýsluðum við svolítið seinnipartinn af föstudeginum og fyrri partinn af laugardeginum. Einnig smíðuðum við nettan legubekk fyrir gesti og ekki síður þreytta verkmenn í grisjun. Neðan við hús snyrtum við léttlega eldgömul reynitré. Gríðarlega góð gestrisni og húsið alveg að verða full klárað. Guðmundur á hrós skilið fyrir allt sem hann er að gera á Oddssötöðum 2. Takk fyrir mig, Guðmundur.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |