kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Patreksfjörður

5/7/2015

0 Comments

 
Guðmundur Hrafn Arngímsson hjá Landrek og samvindumaður í THE TURF fékk mig til að koma með sér á Patreksfjörð til að aðstoða sig við ýmis óleyst svakamál. Við keyrðum á laugardagsmorgni vestur. Góð ferð það og mikið rætt um heilsu og framtíð. Þegar á Vestfirðina var komið lág leið okkar í Tálknafjörð í Pollinn. Þar hittum við amerískt par, þau Jimmy og Sylvíu. Gott spjall, langt fram á kvöld og fram yfir miðnætti jafnvel.

Sunnudagurinn fór í sorteringu á flettiefni sem Valdi Skorrdal hafði fengið Gumma skömmu áður. Svo komu kanarnir og við buðum í te og spjall. Við spjölluðum fram að kvöldmat þegar við fórum og bjuggum til trésmiðju-aðstöðu og bjuggum til borðbekk (sjá mynd). Gummi hefur tökin á þessu og ég reyndi að aðstoða sem máttur var (var nefnilega hálf lasinn á meðan á þessu stóð). Við vorum komnir í koju eftir miðnætti.

Mánudagur hófst loks, eftir góðan svefn. Við fórum í að flytja trésmiðjuna okkar milli rýma því bæjarstarfsmenn voru að aðhafast og við vorum eignilega fyrir þar sem við höfðum verið, sem var mjög gott því nýja aðstaðan er mun rýmri. Þá fórum við og löguðum nokkrar hríslur (gróðursetningar frá hausti) við annarsvegar Landsbankann og hinsvegar tjaldsvæðið. Um kvöldið var svo farið í að skoða timbur og bjuggum við til einn tveggjametra setubekk.

Þriðjudagur byrjaði eftir hádegið. Hann var tekinn með áhlaupum og rumpuðum við af restinni í setubeggjunum og bættum meira að sea einum sérsmíðuðum við. Hann var einstaklega fínn. Enda var það gjöf til Einars og Helgu og fengum við sitt hvora tré-slaufunua (háls"tau") fyrir. Seint þetta kvöld fórum við svo með bekkinn til þeirra og þau buðu kaffi og kökur. Gott fólk.

Miðvikudagur var svolítill kraftadagur, amk miðað við hina. Þá fórum við í skriðurnar við Patreksfjörð og fylltum 4 stórsekki af sérvöldu hleðslugrjóti. Það tók nú á. Merkilegt þetta fyrirbrygði "steinblinda". Maður sér fyrst fyrst helling af flöttum könntuðum steinum og svo eftir einhverja stund er eins og þeir hverfi allir. Alveg merkilegt. Gummi fékk eitthvað pínu tak í bakið svo við fórum í pollinn á Tálknafirði það kvöld líka.

Fimmtudagurinn hófst ekki á að sofa út, við vorum konmir á fætur kl 6:30 því Rvk var á döfunni. Áður en við kvöddum fínan Patreksfjörðinn tókum við lítið innslag á leikskólalóðinni, en Gummi hafði unnið hana í fyrrasumar. Við sjáum fyrir okkur lítið innslag á videoformi fyrir verkið. Auðga líka TURF. En sem sagt, um hádegisbilið vorum við í Rvk og ferðin var góð, en við vorum að sama skapa afskaplega sibbnir.

Góð og skemmtileg för á Patró.

MYNDIR
1: Hlynur og Gummi.
2: Útsínið úr Ráðagerði, gististaðurinn okkar.
3: Stóribaugur, Íll og Úlfur horft til vesturs úr Ráðageðri.
4: Borðbekkur
5: Trésmiðjuaðstaðan, síðari.
6:Jim og Sylvia frá USA
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Kvikland

    Fréttir af hinu og þessu þegar það á við.

    Geymsla

    December 2021
    September 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    November 2018
    April 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    June 2017
    April 2017
    February 2017
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English