0 Comments
Alla tíð síðan Hlynur hjá Kvikland flutti búferlum frá Egilsstöðu í Kópavog hefur litli gleði gjafinn "Draumóra" Dísa fylgt, þar til á föstudaginn. Hún kvaddi heiminn vonandi sátt við aldur og fyrri störf. Ekki nóg með að vera gleðigjafi hinn mesti var hún einnig lím og veigamikill meðlimur fjölskyldunnar, enda mikil sorg á heimilinu núna. Alla daga fór hún í gönguferðir, langa sem stutta. Gönguferðir sem komu blóði vor manna á hreinfingu, líkt og skottið sem sveiflaðist í sífellu. Þeir sem hafa átt húsdýr þekkja væntanlega þessa tilfinningu: Að kveðja ástvin til margra ára. Ástvin sem tók alltaf glaður á móti þér þegar þú komst heim úr vinnunni. Dísa var þar og þegar hún enn hafði þrek gat hún beðið tímunum saman, standandi í sófanum með framlappirnar á arminum og horft út um gluggann og fylgdist með. Hún þekkti hljóðið í bílinum okkar og hafði hún lifað nokkra bíla. Megan, Hilux, Twingo, gráa-Landcruiser, Aigo og hvíta-Landcruiser. Hún þekkti þá alla, enda ferðaðist hún í þeim öllum. Fékk að fara með á alla landshluta. Frá Hörnströndum í Vestri til Langaness í Eystri, Þakgil í Suðri og Hvítserk í Norðri. Svo að segja allt þar á milli. Hún var með þegar skógar voru gróðursettir á Austurlandi og Vesturlandi. Hún hefur gengið um flesta skóga landsins. Henni þótti það ekki leiðinlegt. Hún fékk meira að segja vera viðstödd nokkrar grisjanir, það þótti henni reyndar leiðinlegt. Veturinn 2018-2019 var fastmótuðum lífrænum úrgang frá Dísu safnað eftir hvern göngutúr. Compost pokunum, ásamt áburðinum frá Dísu var blandað við ýmis fræ og þeim komið fyrir á sléttum Þorlákshafnarsands um vorið. Gaman verður að sjá hvort Dísa myndi þarna sinni eiginn skóg í framtíðinni, sjáum til. Hver veit nema hún verði vaktmaður staðarinns, einskonar "engill í eigin tré". Dísa var besti hundurinn. Á því er enginn vafi. American Cocker Spaniel fær bestu einkunn í að fylgja húsbónda, félagslyndni og ýmsu fleiri. Ég held að Dísa hafi einnig fengið bestu einkunn í eldhúsinu því hún var alltaf til í að hjálpa til og smakka alla rétti. Hún dæmdi svo afrakstur okkar tvífætlinganna, ekki bara með því að éta eða skilja eftir, heldur gat hún alveg haft álit og við skildum hvort annað. Hún var samt matargat, hún mátti eiga það. Margs er að minnast en síðustu vikur dísu voru henni erfiðir. Hún var komin með stórt krabbamein á hægri brjóskassa. Í maí 2019 var fjarlægt krabbamein á stærð við golfkúlu úr vinstri-neðstu spenunum. Það krabbamein hafði alla tíð verið þegar hún var í okkar umsjón. Það var á stærð við stór bláber lengi vel í einum spenanum en dýralæknar ráðlögðu að láta það eiga sig en fór svo að vaxa. Loks var það fjarlægt og sýni tekið hjá dýralæknastofu Reykjavíkur. Við fengum reyndar aldrei að heyra niðurstöðurnar, sem er svolítið sérstakt. Aðgerðin tókst samt vel en um sumarið fór að bera á öðru meini hægra megin og nokkru ofar. Það stækkaði hratt og um jólin vorum við komin á það að líklega væri best að fara að kvðja. Þá var þetta farið að hægja á Dísu okkar en hún var samt alltaf kát. Síðustu vikuna fyrir svæfingu var meinið orðið á stærð við kvenmannshönd og náði upp undir Framfóta-krika. Það var einnig farið að grafa í því og lyktin gat verið slæm eftir því. Við héldum því í skefjum með daglegum baðferðum og hreinsuðum sárið eins og vera gat með ýmsum græðandi efnum. Síðustu kvöldmáltíðir Dísu voru henni að skapi. Hún fékk sérstakan heilan kebabb fyrir sig. Hún naut þess í hverjum bita og svo fékk hún að smakka kengúruket einnig, svolítið framandi, en virkilega góð steik. Dísa var svæfð í Garðabæ og verður hún brennd. Öskunnu verður dreift um Sandahlíð, en þannig vill til að við Dísa höfðum skoðað þannan vettvang sumarið 2015, þegar við unnum þarna við t.d. stígagerð með krökkum úr Garðabæ (Það má sjá í eldri færslum hér). Nú má Dísa hvíla í friði og laus við öll mein og lífvænlegt amstur. Dísa var besti hundurinn. Fæðingardagur: 12.september 2007 Tveir fyrri eigendur. Komudagur til okkar var síðla árs 2014 Dánardagur: 24.janúar 2020 kl 16:30 á Dýraspýtala Garðabæjar. Svæfing: Eydís. Duftreitur: Sandahlíð / (mögulegur minningarreitur á Þorlákshafnarsandi.)
Vonandi detta hér inn fleiri myndir síðar.
Framkvæmdastjóri fór þess á leit við framkvædastjóra Kviklands að teiknaðar yrðu myndir grænmetis í dagatal 2020. Við því var orðið.
Þann 24. nóvember 2018 handsalaði Hlynur kaup á lazer K40 við Kimmo. Nú, ári síðar, 24. viðunóvember 2019 handsalaði Hlynur sölu á lazer við Benjamín hjá Lupus Luna. Hann sóttur og fluttur í Eyjafjörð í dag. Lupus Luna Hlynur hafði lítinn tíma fyrir leiktækið sitt. Svo lítinn að hann taldi réttara að eihnver sem væri áhugsamur, hefði tíma og aðstöðu ætti hann frekar og nýtti. Hann telur að handverksfyrirtækið Lupus Luna muni nýta hann að góðu. Viðurkenningar og verðlaun Þau fáu skipti sem Hlynur tók til hendinni var þegar hann vann heiðurs-viðurkenningar fyrir Samband garðyrkjubænda og verðlaun fyrir Embla-matvinnsluhátíð Bændasamtakanna. Hlynur gaf einnig fyrrum eiganda, Kimmo, leyfi til að vinna á honum í júlímánuði og félagar hans hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Heiðmörk höfðu ennig afnot af honum. Þeir nýttu hann lítið, en þó stundum í skiltavinnslu. Tími og rúm Eins og fyrr segir gafst lítill tími til að opperata lazerinn. Fer ekki nánar út í það. Einnig hveðri verið lúxus að geta haft hann nær heimilinu þar sem lazerskurður er mjög tímafrekur. Aðstaðn uppi í Heiðmörk var meiriháttar og ekkert yfir því að kvarta. Þekkir eiga þeir skildar fyrir að húsa lazerinn. 365 dagar Það er skemmtileg tilviljun að nákvæmlega eitt ár var á milli kaupa og sölu á lazer. Vonandi nýtist hann vel í Bílskúrnum á Víðigerði 2. Þar er nú fjölskylda að störfum, stutt í aðstöðu og væntanlega spennandi tímar. Gangi öllum vel. Hlynur handsalar söluna við Benna 24.nóvember 2019, kl 14:00 Hlynur handsalar kaupin við Kimmo 24.nóvember 2018, kl 13:30 Þau helstu verk sem Hlynur komst í að gera. Hönnun og smíði úr heimabyggð, Lupus Luna, n Hornið er hálf tómlegt núna.
Það var verið að fella "oslótréð" í gær (24.11.2018) í Heiðmörk. Einnig festu Kvikland kaup á "kimmo", lazer brennari. Sævar Hreiðarsson var vitni að viðskiptunum. Ætlunin er að vinna náið með skógarfyrirtækjunum Hraundís.is og Lupus Luna í kjölfarið. Áhugaverðir tímar framundan.
Oddsstaðir 2 eru innarlega í Lundareykjadal. Þar er um 1/2 hektari af skógi sem var girtur af um 1930. Þá var sáð birki í hann. Um 1960 var gróðursett fura og greni aukalega í hann. Eitt inngrip (svo heitir getur) í skóginn var 2005 og háður þeir Siggi Freyr og Guðmundur Sig það stríð. Síðan hefur verið útbúið grillstæði og uppkvistað meira og minna allt. Um helgina (27.-28.apríl), fékk Guðmundur mig til að líta með sér í reitinn og sýsluðum við svolítið seinnipartinn af föstudeginum og fyrri partinn af laugardeginum. Einnig smíðuðum við nettan legubekk fyrir gesti og ekki síður þreytta verkmenn í grisjun. Neðan við hús snyrtum við léttlega eldgömul reynitré. Gríðarlega góð gestrisni og húsið alveg að verða full klárað. Guðmundur á hrós skilið fyrir allt sem hann er að gera á Oddssötöðum 2. Takk fyrir mig, Guðmundur. Laugardaginn 14.apríl 2018 var haldið námskeið í ungskógaumhirðu á Hvanneyri af frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. LBHI hélt utan um námskeiðið og var Hlynur Gauti Sigurðsson fyrirlesari með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi. Frá árinu 2010-2017 höfðu þau Hlynur og Sherry Curl haldið samskonar námskeið á Fljótsdalshéraði, alls 7 skipti. Þetta áttunda skipti var því í fyrsta skipti sem það er haldin utan Austurlandsfjórðungs. Námskeiðið miðaði aðallega að umhirðu á lerki og furu.
Morguninn fór fram innandyra í formi fyrirlestra um millibilsjöfnun (bilun/snemmgrisjun) og trjásnyrtingu (tvítoppaklipping, snyrting og uppkvistun). Eftir hádegið var farið í Steindórsstaði í Reykholtsdal þar sem húsráðandinn, Guðfinna Guðnadóttir, tók á móti okkur. Á Steindórsstöðum mátti finna ýmsar skógargerðir og fengu þáttakendur að meta skóg og sjá hvernig millibilsjöfnun fer fram. Trjásnyrtingum voru einnig gerð skil og skeggrætt mikið um ýmsar úrfærslur. Um kaffileytið var brunað sem leið lág í Logaland og hittum þar á Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi og heimamann, en hún hellti upp á ketilkaffi og furunálate. Tekinn var stuttur göngutúr um svæðið þar sem danskur skóg-listamaður, Johan Grønlund, hafði unnið við gerð skúlptúra víðs vegar um svæðið. Námskeiðið endaði á nágrannajörðunum í Deildartungu og Gróf en þar voru tveir ólíkir lerkireitir millibilsjafnaðir tveimur árum áður. Þátttakendur á námskeiðinu voru 9 Bergþóra Jónsdóttir, Hrútsstöðum í Laxárdal Guðmundur Sigurðsson, Oddsstöðum í Lundareykjadal Benedikt Eyjólfsson, Búðardal á Skarðsströnd Margrét Beta Gunnarsdóttir, Búðardal á Skarðsstönd Jón Zimsen, Innra Leiti Skógarströnd Knútur Dúi Kristján Zimsen Innra Leiti Skógarströnd Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi Guðmundur Rúnar Vífilsson, Ferstiklu í Hvalfirði Margrét Stefánsdóttir, Ferstiklu í Hvalfirði https://www.skogarbondi.is/single-post/2018/04/20/Fallega-vaxa-ungsk%C3%B3gar Þetta er smá sýnishorn af fyrirlestri sem ég er að reyna koma frá mér. 1) ástand Íslands, gróðursnautt 2) skjólbelti, næsta skref, fyrir túnin 3) slóðir og girðingar, til að koma upp samningi í skógrækt 4) girðingin FYLLT af trjám, einsleitum trjám 5) frímerki 6) kannski mætti blanda reitinn með lauftrjám 7) ef ekki þyrfti til girðingar mætti hugsa sér landnýtingu öðruvísi 8) ekki þyrfti að leggja hvern hektara undir skóg, heldur myndast fjölbreytt landslag 9) fé mætti hafa afgirt, eða laust innan í skóginum 10) flott fyrir alls konar útivist líka Skógur er ALLTAF betra en ekki skógur. Skógur er vistkerfi og ÞARF ekki að vera drekkfullt af trjám. Nýtt ár er komið og Kvikland þakkar allt gamalt frá fyrra ári.
Nú hefur Hlynur farið enn á ný nýjar leiðir. Framkvæmdasjóti LSE í 80% starfi og í kynningarmálum Skógaræktarinnar í hinum 20%. Spennandi starf framundan. Sjá betur á heimaíðu. skogarbondi.is |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |