Þann 14. sl. var hægt að segja að stígurinn í Sandahlíðinni hafi orðið fær mönnum. Búið að kurlbera hann, vonandi rennur ekkert úr honum á komandi vori, og nú er bara að vona að gestir og gangandi gangi vel um hann.
Hvít lína á loftmynd á að fyrirstilla staðsetningu á stígnum. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru ofan af "ofur hjólbörunum" þannig að betur mátti sjá yfir en ella. Myndirnar eru teknar frá sitthvorum enda stígsins. Sú efri tekin í átt AÐ Kópavogi, þar má líka sjá bekk og stíginn sem liggur þvert á hlíðina upp í steypuplattan góða. Sú neðri vísar í átt að Garðabæ og má sjá IKEA í fjarska.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |