Stórkoslegt páskafrí að baki. Hlynur, Kolbrún, BáraBjörg og Raggi skelltu sér noður á Akureyri. Þau fengu þau að vera gestarisar hjá Jóni Rafnari, Fríði Finnu og Önnu Gunnhildi. Mest allan birtutímann vorum þau upp í Hlíðirfjalli á skíðum. Miklar framfarir hjá all flestum, líklega mestar hjá Ragga, þar sem hann kom sá og sigraði byrjandabrekkuna. Hér að ofan eru þau BBÓ og JR upp á sitt besta í brekkunum. Eftir skíðaeril hvers dags var farið heim í Víðilund12 þar sem skoðaðar voru ungtrjáplöntur JRs. Trén tvö í fjarska eru samskonar þeim tveim í kassapottinum nær, sem sagt eik, sprittið af akorni móður sinnar sem fest hefur rætur í Lergravsparken í Köbenhavn/DK. í miðjunni fær er nýjasta djásnið, heslihneta og Gingo þetta stóra. Ekki gafst tími vegna glaums, gleði og skíða til að taka fleiri myndir.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |