Þessa dagana er unnið við umhirðu í Smalaholti. Aðallega verið að snyrta furur, tvítoppaklippa og uppkvista. Passað er upp á að uppvista ekki öll trén eða hversu hátt er farið. Þar spilar ásýnd frá ýmsum stöðum og stígum mestu máli, sem og lögun trjánna. Það spilar margt inní. Þar sem greinarnar á furunni eru sverar og voldugar er mest notað við keðjusög, en stundum er gripið til handklippa og handasaga. Ekki er þó mikið um að tré eða sverir stofnar séu felldir, aðalleg er hér verið að tala um að gera trén snyrtileg og greinar liggja í skógarbotninum, niður bútaðar.
Myndir hér neðar sýna aðstæður í furureit og lerki. Ég hef verið að skyggnast eftir mögulegum jólatrjám á svæðinu en mér finnst ekkert koma til þess, amk ekki enn. Umferðaröryggi hjólandi ferðalanga á aðalveginum er ógnað vegna þröngra aðstæðna og hraðs aksturs vélknúnnu ökutækjanna. Því hef ég velt fyrir mér hvort ekki með beina hjólareiðamönnum á að fara hestastíginn. Það er ekki bara öruggara, heldur einnig skemmtilegra og fallegra, að mér finnst. Á neðstu myndinni er búið að bæta við auka skilti við reiðleiðarskiltið, það var gert í photoshop.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |