Í dag kíktum við Kolla á morgunfyrirlestra í boði Advania. Það sem vakti fyrir mér var að þetta gæti kannski nýst í mússíksköpun fyrir OUTandPLAY video framtíðarinnar. Fyrstur talaði Ivar hjá Atmo Talired curied misic, var eitthvað sem mér þótti áhugavert, man samt ekki hvað það var. Svo talaði hann um dæmið úr 10/11. Einhvertíman kom hann að nóttu til í þá búð og einungis tveir starfsmenn voru í búðinni (engir kúnnar). Það var dúndrandi há tröllatónlist sem alla jafna hefði fælt kúnna frá. Ívar hlóg en starfsmenn lækkuðu í græjunum. Þetta er dæmi um hvernig mússík getur spilað á kúnnann. Á myndinni eru dæmi um viðskiptavini ATMO. En sem sagt, Atmo er fyrirtæki sem semur um að koma réttri stemningu á rétta staði, á heimsvísu. Alger snilld. Næst talaði bretinn Yuli. Hann talaði um all konar atmo music. Tók dæmi um gamlan tónlistarmann Brian Emo. Flokka má mússík í þrennt: -Dinamic music, hefðbundin mússík með nótum og slíkt -Generative music, liftutónlist einhverskonar, C-dúr og loop dót -Reactive music, sem er interactive mússík. Það er það nýjasta. Hans fyrirtæki bjó til app fyrir ökumenn sem bjót til viðeigandi stemningu eftir akstri. þ.e. hratt, hægt, stopp, hægri beygja, vinstri beygja, dagur, kvöld, osfrv.
Baldur hjá CCP talaði um tónlist í tölvuleikjum. Þar er sko allt að gerast. 80% notenda EVE online vilja notast við tónlistina úr tölvuleiknum. Það telst nokkuð gott í þessum heimi og segir manni það að hún sé rétt-stemnd. Hann sagði líka að Dr. Kjartan Ólafsson semdi tónlistina fyrir EVE á Calmus. Sandbox MMO er forrit sem vert er að skoða. Hjer er smá myndbrot/hljóðbrot af fyrirlestri hans.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |