Sandahlíð, stígagerð Unnið hefur verið við stígagerð í Sandahlíðinni. Töluvert er af alls konar grjóti, vatsrásum (vorlækir) og hliðarhalla. Hér eru svipmyndir af barningi við það. Fyrstu tvær (hægri og vinstri) eru fyrir og eftir myndir. Þarna var þykk lípína fyrir, svo hliðarhalli og mikið grjót. Neðri myndirnar eru af röri sem var sett í gamla vatsrás. Þara er ekkert vatn á ferð eins og er, en mögulega eru vorlækir þarna svo allur er varinn góður. Þetta rör fann ég í fjöru skammt frá Akranesi og vildi nota það, enda allt í besta lagi og fullkomin lengd og sverleiki.
0 Comments
Leave a Reply. |
KviklandFréttir af hinu og þessu þegar það á við. Geymsla
December 2022
Flokkar |