kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

Garðahönnun

Hlynur er lærður  Landslagsarkítekt frá Kaupmannahöfn og Borgarskógfræðingur frá Svíþjóð.
Frá áramótum 2018 tók hann að sér stöðu framkvæmdastjóra Landssamtaka skógareigenda og fyrir vikið hefur þunginn ekki legið eins mikið á landslagshönnun eins og hann hafði viljað. Öðru hvoru gefur hann sér tíma til að hitta fólk og gefa ráð, bæði stór og smá.
​
Hér að neðanverðu eru dæmi af hans hönnun.

​

Hjarðahlíð, Egilsstöðum -einkagarður

Hrönn og  Páll voru nýlegar búin að kaupa draumahúsið í eldri hluta Egilsstaða. Þau áttu bágt með garðinn og báðu Hlyn um aðstoð. Þegar Hlynur kíkti við þann 10,maí 2014 voru aðstæður þannig að búið var að fjarlægja mest allan lággróður úr garðinum og berar klappirnar stóðu upp í brekkunni, lautafylltar með aðfengnu sjávargrjóti (sjá myndir hér að neðst í þessari færslu). Eftir stutt spjall við Hrönn voru hugmyndir komnar á blað sem gáfu tóninn fyrir smiðinn, Ævar Vilberg Ævarsson (Ævarandi ehf.) sem færði verkefnið listavel úr hendi.  Myndirnar sem fylgja eru teknar tveimur sumrum eftir smíðavinnuna, (í júlí 2017), þegar nýlega var búið að setja mold og plöntur í sum körin. (með leyfi eigenda)
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture


​Bjarkasel, Egilsstaðir -einkagarður

Sumarið 2011 kíkti Hlynur til Hörpu og Gulla í nýlegt hverfi á Egilsstöðum. Hverfið í heild sinni er stílhreint og hallar töluvert til suð-vesturs og var garðurinn þeirra Hörpu og Gulla enginn undarntekning. Lóðaframkvæmdir voru mis langt komnar hjá nágrönnunum en hverfið lofaði góðu. Eftir gott spjall var talið að mesta áskorunin lægi í tenginu efri og neðri lóðarhlutana. Auk þess var farið yfir val á trjágróðri og slíkt. Grjóthleðslan var unnið af færum gröfuverktaka frá Borgarfirði eystri. Á myndunum má einnig sjá ýmist stáss sem geymt er á lóðinni meðan sem mesta sumaramstrið gengur yfir, það kemur reyndar lítið umfjölluninni hér við. (Myndirnar voru teknar í júlí 2017 með leyfi eigenda.)
Picture
Picture
Picture
Picture




​
Skólaverkefni eru nokkur, verður vonandi gerð betri skil einhvertíman.

Raunveruleg stærri verkefni:
- Umhverfisskipulag við Lagarfossvirkjun 2007
- Umsjónarkennari í áfanganum "Hönnun og kæktun útivistaskóga" á BS stigi, sem kenndur  var við LBHI á vorönn 2013.


kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English