kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • OUTandPLAY
    • Skógar >
      • Umhirða
      • Kortlagning
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Vörur >
      • Lacer-timburmunir
      • Litabækur
    • THE TURF
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
  • English

Gróðursetning

Skógræktarfélag Reykjavíkur
Hlynur hóf störf hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í mars 2016. Það er tímabundin ráðning til eins árs. 
Haust 2015

Sauðhagi II, Völlum (Skriðdal), Fljótsdalshérað. 

Picture
Í átta daga stóð gróðursetning yfir, frá 11-19 október.

Niður í jörð fóru samtals: 12.942 plöntur
​(sjá alla bakkana á mynd, raða upp eftir dögum)
​
Lerki, Imatra (67 gata bakki) = 7.638          
Sitkagreni, Þjórsárdalur (24) = 2.640         
Alaskaösp, Sæland (24) = 840
Alaskaösp, Keisari (24) = 768        
Reyniviður, Hlíðarbraut (24) = 648            
Hengibirki, Hausjarvi (24) = 408
​
Nánari fréttir hér:

http://www.kvikland.com/freacutettir/haustgroursetningu-loki-i-sauhaga-2
Picture
VOR 2015
Á vegum kviklands voru gróðursettar 51.569 plöntur vorið 2015 og fóru plönturnar niður á tveimur bæjum á Fljótsdalshéraði, Ási í Fellum og Geirólfsstöðum í Skriðdal.


Reynslan af gróðursetningunni á Geirólfsstöðum og Ási finnst okkur langsamlega best og þægilegsat að gróðorsetja frosið lerki, enda plönturnar litlar og kassar þægilegir í meðhöndlun. Verst þótti okkur að eiga við 24 gata plöntur (AÖ, HB, IR) úr bökkum og erum við ákaflega lítið spennt fyrir að halda áfram með þær næstu árin, enda þó laun fyrir hverja plöntu sé hærri þá er samt töluvert lengur verið að koma þeim niður en því nemur. Jarðvinnsla hægir líka töluvert á gróðursetningu sérstaklega þegar jarðvinnslan verður að "spaketíi", úff.  Mun betra er að vinna á mel og stýra millibilinu með hælum, líkt og við gerðum á Ási.

Geirólfsstaðir í Skriðdal

Geirólfsstaðir er jörð í Skriðdal, Fljótsdalshéraði. Neðst á jörðinni er þegar búið að gróðursetja töluvert af aðallega lerki en frá vori 2013 hefur verið lögð áhersla á gróðursetingu efst í girðingunni. Hlynur, ásamt öðrum, hefur haft þá gróðursetningu á sínum hreðjum. 
Í fyrrahaust höfðu tæpir 10 ha verið jarðunnir á jörðinni. Fyrirhugað var að fylla hana þetta vorið.
Gróðursetning hófst 2.júní og lauk 9. júní (2 frídagar) og skiptust plönturnar nokkuð jafnt á milli  Hlyns og Möggu, eða 21.419 plöntur.


Stafafura  (kvæmi: Watson lake) = 7.973 plöntur (119 bakkar-67gata)
Lerki (Imatra): 4.958 plöntur (74 bakkar-67 gata)
Sitkagreni (þjórsárd): 4.000 plöntur (100 bakkar-40 gata)
Alaskaösp (Hallormur og smá Keisari og Sæland): 2.496 plöntur (104 kassar 24 gata)
Hengibirki (Husarvii) : 1.488 plöntur (62 bakkar- 24 gata)
Reyniviður : 504 plöntur (21 bakki- 24 gata)


Aðstæður blautar, vægast sagt. Ekki var hægt að nota slóða fyrir bleytu, hversu fáránlega sem það hljómar, enda festum við okkur þegar þær voru notaðar. Frostið var að fara úr móunum og stóð mikið vatn uppi í flekkjunum.  Þetta slapp þó allt því landið þornaði hægt og hljótt og var orðið viðunandi blaut þegar gróðursetningu lauk. Væntanlega mun þorna meir og þá verður landraki alveg kjörinn
Picture
Efsta myndin er af Möggu og Hlyni
næstu tvær eru frá fyrsta degi og þeim blautasta þegar bíllinn sat fastur í legðju. Þegar Bóbó á Mýrum dróg okkur upp... þriðja árið í röð.
Picture
Picture


Ás í Fellum

Jörðin Ás er í Fellum, Fljótsdalshéraði. Þar er mikil hefð fyrir skógrækt og eru elstu gróðursetningar þar um 30 ára gamlar lerkigróðursetningar. Jafnt og þétt hefur verið unnið að skógrækt á jörðinni. 
Þetta árið var unnið að því að fylla allt innan núverandi girðingar(gróðursetningarhólfs), þ.e.a.s. það sem ekki er skilgreint sem mýrar og klettar. Sem sagt, svo lengi sem friðað land er ekki stækkað þá er landið full gróðursett, líklega 95% lerki.


Í ár voru 
30.150 frostnum lerkiplöntum (225 kassar) plantað á tímabilun 22. maí - 1.júní . 
- Hlynur vann alla daga, engin pása.
                  = 21.172 plöntur (158 kassar) 70%
- Magga kom til leiks 29.maí og var með uppfrá því. 
                  = 6.700 plöntur (50 kassar) 22%
- Sveinbjörg vann tvo daga og þá rigndi mjög.
                  = 2.010 plöntur (15 kassar) 7%
- Einar Jóhann var með part úr degi (24.maí)
                 = 268 plöntur (2 kassar) 1%
Picture
Frosið lerki lætur lítið yfir sér og er nánast ósýnilegt þegar komið er í jörðu. Sjá ofan á geispunni.
Picture
Ás landið eru þurrir melásar og mýrar á milli. 
Picture
Picture
Hlynur og Dísa (hundurinn) og Sveinbjörg og Dísa (sami hundur)
Picture
Stundum getur það verið mjög stórgrýtt, en þarna mun lerkið þrýfast.
Picture
Hrjóstugir melar á Ási, hentugt fyrir lerki.

Picture
Þarna hleypur Dísa um eldri skóg á Ási
Vor 2014
Á vegum Kviklands voru gróðursettar 43.599 plöntur vorið 2014.

-Ás í Fellum = 27.134 lerkiplöntur, kvæmi Imatra og Hrym (200 plöntur) (um 90% var frosið).
Gróðursetningateymi:  Hlynur, Hulda, Hjördís, Lilja, Sigurbjörg, Kristbjörg og Brynjólfur. Gróðursetning fór fram í lok maí.

-Geirólfsstaðir í Skriðdal = 16.465 plöntur. Tegundir: Lerki (Imatra og smá hrymur), Stafafura, Hengibirki og Reyniviður.
Gróðursetningateymi: Hlynur, Hulda, Hjördís og Óli Bragi. Gróðursetning fór fram í júní.

Maí 2014, Ás í Fellum á Fljótsdalshéraði.
Maí 2014, Ás í Fellum á Fljótsdalshéraði. Á myndinni eru Sibba, Hjördís og Hulda
Júní 2014, Geirólfsstaðir í Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Gróursett er lerki og fura í rýrarn jarðveg.
Júní 2014, Geirólfsstaðir í Skriðdal á Fljótsdalshéraði.
Júní 2014, Geirólfsstaðir í Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Stundum getur verið bras að koma plöntum á áfangastað.

kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • OUTandPLAY
    • Skógar >
      • Umhirða
      • Kortlagning
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Vörur >
      • Lacer-timburmunir
      • Litabækur
    • THE TURF
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
  • English