kvikland
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English

VIDEO

Hlynur hefur töluverða reynslu í gerð hreifimynda, eða video, eins og það heitir í daglegu tali.

Sagan í grófum dráttum.
Fyrstu stuttumyndina  gerði hann 12 ára gamall, ásamt hans helstu félögum þess tíma. Margir úr vinahópnum héldu áfram á þessari braut og eru nú tæknimenn, leikarar eða leikstjórar og starfa á Íslandi og víðsvegar um heiminn.
Á menntaskólaárunum fór mikið af hans tíma í upptökur á ýmsum stórviðburðum ME. Hann, ásamt samstarfsmönnum, tóku þá gjarnan upp viðburðina "life" með nokkrum camerum og þótti það þrekvirki á árunum, 1995-2000. Einnig myndaði hann og hans fólk tvær af þremur Mozart operum, uppfærðar af Óperustudeo Austurlands.
Eftir menntaskólann hóf hann störf sem fréttatökumaður hjá Stöð 2 í útibúinu á Austurlandi og störfuðu þeir félagar, Aðalbjörn Sigurðsson, eitt ár á heimaslóðum. Næstu tvö ár starfaði hann í höfuðstöðvum Stöðvar 2 og SÝN og var hans aðalstarf myndblöndun við ýmsa innlenda dagskrárgerð s.s. Sjónvarpsfréttir, Viltu vinna milljón, Einn tveir og elda, íþróttaviðburði svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 2003 hélt Hlynur þó á önnur mið og fór til náms á Hvanneyri. Þar hélt hann uppteknum hætti og liggja eftir hann fjöldi mynbanda s.s. frá félagslífinu þar. Þegar Hynur hélt til náms erlendis hélt videodellan áfram og skilaði hann ýmsum skóla-verkefnum á formi video sem ávallt vöktu mikla lukku, bæði meðal kennara og samnemenda. M.a. má finna lokaverkefnið hans
í landslagsarkítektúr, MMM (eins og það heitir) í 30 mínútna kvikmynd.
Þegar Hlynur flyst aftur í heimahagana í Egilsstaða, 2008, má segja að hægi eitthvað á framleiðninni en þó liggja nokkur skógræktarvideo eftir hann ásamt nokkrum fréttum sem hann gerði í samstarfi við Austurfrétt. Einnig myndaði hann tónleikana á tónlistarhátíðinni Bræðslan í 5 ár í röð og fékk ýmsa með sér inn í það verkefni þar sem það var gjarnan tekið upp á nokkrar camerur.
Á haustdögum 2014 hélt hann námsekið fyrir grunnskólakennari á Austurlandi í kvikmyndagerð.
Ný býr Hlynur á höfuðborgarsvæðinu og er steft er að halda áfram sama róli, eða jafnvel færa út kvíarnar þar sem allur tækjabúnaður er til staðar. Við skulum svo bara sjá hvað setur.

Eitthvað af hans video má finna á YOUTUBE undir nöfnunum:

- Skógræktin  (skógarefni)
- Kvikland
- OUTandPLAY
- 
Austurfrétt
- Héraðs- og Austurlandsskógar
- Hlynur Sigurðsson  (mest af eldra efni hér)




kvikland@gmail.com

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Skógar >
      • Kortlagning
      • Umhirða
      • Gróðursetning
    • Garðahönnun
    • Innanhússhönnun
    • Video
    • Umbrot
    • Verðskrá
  • Um Kvikland
    • Ýmislegt >
      • Litabækur
      • Lacer-timburmunir
      • THE TURF
  • English